flugfréttir
Air Greenland tekur þotu frá Jettime á leigu í sumar
- Eftirspurn fyrir enn fleiri sætum en framboð á gistingu er takmarkað

Boeing 737-800 þota frá Jettime á Kangerlussuaq-flugvellinum á Grænlandi
Air Greenland mun í sumar taka á leigu Boeing 737-800 þotu frá danska flugfélaginu Jettime sem verður notuð til þessa að anna eftirspurn yfir sumartímann í flugi milli Grænlands og Kaupmannahafnar og Billund.
Þotan verður tekin á blautleigu (wet lease) og verður um tvær flugverðir í viku að ræða
milli Kaupmannahafnar og Kangerlussuaq frá 19. júní til 29. september, eina flugferð
í viku á milli Billund og Kangerlussuaq frá 21. júní til 30. ágúst og þá verður flogið tvisvar
í viku á milli Kaupmannahafnar og Narsarsuaq frá 29. júní til 4. júlí.
Fram kemur að tæknileg séð væri markaður fyrir enn fleiri flugferðir en Grænland hefur hinsvegar
ekki nægt framboð til að taka á móti fleiri ferðamönnum að sögn Jacob Nitter Sørensen, framkvæmdarstjóra
Air Greenland.
„Á sumrin eru hótelin fullbókuð þannig að bæta við fleiri flugferðum umfram það framboð
myndi ekki virka á meðan innviðirnir, er kemur að gistiplássum, bjóða ekki upp á það“, segir
Sørensen.
Sørensen tekur fram að þótt að Grænlands sé lítill markaður er kemur að ferðamönnum þá sé
Air Greenlands að stjórna seglum eftir vindi hverju sinni og einn liður í því sé innleiðing
á nýju Airbus A330neo þotunni og svo munu tveir alþjóðaflugvellir bætast við á Grænlandi
á næstu árum. Á meðan sé hægt að bæta við framboðið með leigu á þotu frá Jettime
yfir sumartímann en síðar meir kemur að því að Air Greenland á eftir að bæta við annarri
þotu þegar grundvöllur er fyrir því.
Sørensen nefndir að flest bendi til þess að önnur þota fyrir Air Greenland væri að öllum líkindum minni þota
og þá væri helst um að ræða þotu úr Airbus A320 fjölskyldunni sem væri „besti kosturinn“.
Þessa daganna er unnið við framkvæmdir á stækkun flugvallarins í Nuuk, þar sem Air Greenland hefur höfuðstöðvar, auk
framkvæmda á stækkun á flugvellinum í Ilulissat og þegar að framkvæmdum lýkur munu þeir flugvellir geta tekið
við minni þotum.
Þá er einnig verið að vinna að nýjum flugvelli í Qaqortoq sem mun leysa flugvöllinn í Nararsuaq af hólmi árið 2025.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.