flugfréttir

Viðskiptabann farið að hafa mikil áhrif á rússnesk flugfélög

- Tíðar bilanir og öryggislendingar vegna skorts á varahlutum

3. maí 2023

|

Frétt skrifuð kl. 12:48

Frá byrjun þessa árs hefur tilvikum farið ört fjölgandi þar sem bilanir koma upp í þotum frá Boeing og Airbus í flota rússneskra flugfélaga

Viðskiptaþvinganir á Rússa eru sögð vera farin að hafa töluverð áhrif á flugsamgöngur með tilheyrandi bilunum í flugflota rússneskra flugfélaga og annarra vandamála.

Í grein sem birt var í rússneska fjölmiðlinum Novaya Gazeta er greint frá því hvernig viðskiptaþvinganir eru farin að hafa áhrif á flugiðnaðinn í Rússlandi.

Fram kemur að mikil fjölgun hafi átt sér stað er kemur að tæknilegum vandamálum og þá eru nauðlendingar og öryggislendingar tíðari sem rekja má til skorts á varahlutum og ófullnægjandi viðhaldi auk þess sem tæknileg aðstoð frá framleiðendum sé af mjög skornum skammti.

Í greininni segir að farþegar séu ekki eins öruggir um borð hjá rússneskum flugfélögum og á sama tíma hafa fargjöld hækkað um allt að 30 prósent.

Flest rússnesk flugfélög hafa haft þotur frá Boeing og Airbus á leigu frá vestrænum flugvélaleigum sem hafa margar verið keyptar út úr leigusamningum með ólöglegum hætti af rússnesku ríkisstjórninni.

Vegna viðskiptaþvinganna hafa framleiðendur lokað á alla tæknilega þjónustu og hætt að verða rússneskum flugfélögum út um varahluti og er það farið að bitna sérstaklega á viðhaldi og flóknum viðgerðum eins og viðhald á hreyflum og lendingarbúnaði.

Þá hefur þetta einnig haft áhrif á þær farþegaflugvélar sem eru framleiddar í Rússlandi líkt og þotur frá Sukhoi og Tupolev þar sem rússneskir flugvélaframleiðendur nota mikið af íhlutum sem framleiddir eru í vestrænum löndum.

Fram kemur að sumir varahlutir á borð við eldsneytissíur eru þvegnar og notaðar aftur og aftur þangað til að eitthvað fer úrskeiðis og þá hafa Rússar þurft að leita til Kína, Tyrklands eða Írans eftir varahlutum í lendingarbúnað og bremsukerfi.

Slíkir varahlutir séu allt að fjórum sinnum dýrari en á hefðbundnum markaði og þá getur tekið þrisvar til fjórum sinnum lengri tíma að bíða eftir slíkum varahlutum.

Hinsvegar þá er ekki hægt að flytja inn varahluti í hreyfla til Rússlands og hafa rússnesk flugfélög þurft að finna leiðir til þess að framkvæma rándýrar viðgerðir með öðrum leiðum og meðal annars hafa sum flugfélög þurft að rífa niður aðrar flugvélar til þess að nálgast slíka varahluti.

„Frá ársbyrjun höfum við frétt af fjölda bilanna t.a.m. er kemur að þrýstingi um borð og fjölda öryggislendinga hjá flugfélögum á borð við Aeroflot, Rossiya, Pobeda, Azur, UTair og fleiri flugfélögum“, segir í grein Novaya Gazeta.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga