flugfréttir

Fraktútgáfa af Airbus A350 frestast til ársins 2026

4. maí 2023

|

Frétt skrifuð kl. 07:12

Tölvugerð mynd af Airbus A350F fraktþotunni

Fraktútgáfa af Airbus A350 þotunni mun ekki koma á markaðinn árið 2025 eins og upphaflega til stóð en Airbus hefur greint frá því að seinkun verði á A350F og mun þotan að öllum líkindum koma á markað árið 2026.

Þetta segir Guillaume Faury, framkvæmdarstjóri Airbus, en tekið er fram að nauðsynlega þurfti að aðlaga og breyta aðeins áætluninni varðandi þotuna og muni fyrstu afhendingum seinka um nokkra mánuði.

Stutt er síðan að fyrstu einingarnar fyrir skrokk þotunnar voru framleiddar í verksmiðjum Airbus í Nantes í Frakklandi en að öðru leyti tók Faury fram að áætlanir með aðrar Airbus-þotur séu á áætlun.

Fram kemur að enn er áætlað að Airbus A321XLR komi á markað vorið 2024 og þá hefur Airbus verið að auka framleiðslugetuna á öðrum þotum í Airbus A320neo fjölskyldunni og verða 65 slíkar þotur framleiddar á mánuði fyrir lok næsta árs.

Í dag hafa 39 eintök af Airbus A350F verið pöntuð en meðal viðskiptavina sem eiga von á að fá þotuna eru Air France, flugvélaleigan Air Lease, CMA CGM Air Cargo, Etihad Airways, Martinair, Silk Way West Airlines, Singapore Airlines auk eins óþekkts viðskiptavinar.  fréttir af handahófi

Vilja að A321XLR fái sömu samþykkt og A321neo hjá FAA fyrir neyðarlækkun

13. apríl 2023

|

Airbus hefur beðið bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) um leyfi til þess að samþykkja sömu eiginleika fyrir Airbus A321XLR þotuna er kemur að snöggri lækkun í neyðartilfellum og gildir fyrir A321neo þo

Komst um borð í flugvél án vegabréfs og brottfararspjalds

29. mars 2023

|

Karlmaður á fimmtugsaldri tókst í vikunni að fara í gegnum flugvöllinn í Dublin án þess að hafa neitt vegabréf og brottfararspjald og tókst honum að fara alla leið um borð í farþegaflugvél írska flu

TaxiBot leysir af akstur flugvéla undir þeirra eigin afli frá hreyflum

18. apríl 2023

|

Air India er byrjað að nota dráttarökutæki á tveimur flugvöllum á Indlandi sem stjórnað verður af flugmönnunum og mun ökutæki dragar þotur alveg frá brottfararhlið eða flugvallarstæði, út á flugbraut

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugfloti Wizz Air nálgast 200 þotur

8. júní 2023

|

Senn styttist í að ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air taki við sinni tvö hundruðustu flugvél en við lok seinasta fjármálaárs, þann 31. mars sl. stóð flugflotinn í 179 flugvélum og samanstendur a

Þegar farið að bera á seinkunum á flugvöllum í Evrópu

7. júní 2023

|

Þegar er farið að örla á seinkunum á samgöngum í Evrópu og hafa evrópsk yfirvöld varað þá aðila sem eiga hlut að máli að huga sem fyrst að því að grípa í taumana til að draga úr áhrifum sem gæti or

Hætti við flugtak og rak í veg fyrir þotu í flugtaki vegna hliðarvinds

5. júní 2023

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi hefur gefið frá sér skýrslu varðandi alvarlegt flugatvik sem átti sér stað á Charles de Gaulle flugvellinum í París fyrir tveimur og hálfu ári síðan.

Fyrri lendingarkeppnin sumarsins fór fram á Tungubökkum

5. júní 2023

|

Fyrri lendingarkeppni sumarsins á vegum Flugklúbbs Mosfellsbæjar fór fram í gær á Tungubökkum.

Icelandair og Turkish Airlines undirrita samstarfssamning

5. júní 2023

|

Icelandair hefur undirritað samstarfssamning við Turkish Airlines um sameiginlega farmiðaútgáfu sem þýðir að farþegar fá aðgang að áfangastöðum flugfélaganna beggja á einni bókun í gegnum bókunarkerf

Nýtt breskt flugfélag festir kaup á Airbus A380 risaþotu

1. júní 2023

|

Nýtt breskt sprotaflugfélag, Global Airlines, hefur fest kaup á sinni fyrstu þotu sem er risaþota af gerðinni Airbus A380 sem mun hefja áætlunarflug frá Gatwick-flugvellinum í London næsta vor.

SAS opnar fyrir bókanir með fyrstu rafmagnsflugvélinni

1. júní 2023

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur opnað fyrir bókanir fyrir fyrstu flugferðir félagsins með rafmagnsflugvél þrátt fyrir að áformað sé að fyrsta rafmagnsflugið verði ekki flogið fyrr en árið 2028.

Air Greenland tekur Boeing 777 og 737 á leigu tímabundið

31. maí 2023

|

Air Greenland hefur neyðst til þess að taka tímabundið á leigu Boeing 777 þotu og Boeing 737 þotu eftir að nýja Airbus A330neo breiðþota félagsins varð fyrir atviki á flugvellinum í Kaupmannahöfn f

Nýtt flugfélag í Sádí-Arabíu sagt ætla að panta 150 MAX-þotur

29. maí 2023

|

Flugfélagið Riyadh Air er sagt í viðræðum við Boeing um stóra pöntun í að minnsta kosti 150 þotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Efla öryggi varðandi brautarátroðning á tólf flugvöllum

25. maí 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla að verja 100 milljónum dölum í sérstakt verkefni sem miðar af því að efla öryggi er varðar brautarátroðning á 12 flugvöllum vestanhafs.

';

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

 • 1 JAN

  United

    - Hjólabúnaður

 • 1 JÚL

  Tajik Air

    - Þrýstingsjöfnun

 • 1 JAN

  SWISS

    - Veðurratsjá