flugfréttir
Taka fljótlega ákvörðun um nýtt flugfélag í stað Adria Airways

Adria Airways varð gjaldþrota í september árið 2019
Ríkisstjórn Slóveníu segir að ákveðið verði í næsta mánuði hvort að til standi að stofna nýtt flugfélag í stað Adria Airways sem varð gjaldþrota árið 2019.
Ef af því verður er stefnan að koma á fót nýju flugfélagi sem myndi hefja rekstur fyrir lok ársins 2024
en innviðaráðuneyti landsins er þessa daganna að framkvæma ítarlegt mat á því
hvort að nýtt flugfélag fyrir Slóveníu sé fýsilegur kostur.
Fram kemur að ferðamannaiðnaðurinn í Slóveníu sé nú þegar búinn að fara á mis við 150 milljónir
evra frá því að Adria Airways varð gjaldþrota og þá hafi flugsamgöngur versnað til og frá
Ljubljana þar sem færri tengingar eru í boði en var við aðrar borgir í Evrópu.
Tveir sérfræðingar í ferðamálum er varðar Slóveníu, annarsvegar fyrrum framkvæmdarstjóri
Adria og fyrrum framkvæmdarstjóri Fraport Slovenia, hafa varað ríkisstjórn landsins við því
að það sé engin trygging fyrir því að íbúar landsins séu reiðubúnir að borga hærri flugfargjöld
til þess að fljúga aftur með ríkisflugfélagi.
Nýlega fór fram útboð þar sem óskað var eftir flugfélögum til þess að hefja áætlunarflug til Slóveníu
og aðeins tvö flugfélög tóku þátt í því sem var Luxair og Air Montenegro.
Í dag eru 17 flugfélög sem fljúga til Ljubljana en það flugfélag sem býður upp á flestar tengingar er
Lufthansa, sem flýgur þangað frá Frankfurt og Munchen. Önnur flugfélög sem fljúga til Ljubljana
eru til að mynda British Airways, easyJet, Brussels Airlines, Finnair, flydubai, LOT Polish Airlines,
SWISS International Air Lines og Wizz Air.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.