flugfréttir
Skoða að fljúga um annan flugvöll í stað Köben í sumar
- Óttast að mannekla meðal flugumferðarstjóra eigi eftir að hafa áhrif á sumarið

Boeing 737-800 þota Norwegian
Norwegian íhugar að flytja áætlunarflug sitt um flugvöllinn í Kaupmannahöfn á annan flugvöll tímabundið vegna seinkana á flugvellinum í dönsku höfuðborginni sem er tilkomnar vegna deilna flugumferðarstjóra.
Vinnustöðvanir og mannekla hefur átt sér stað að undanförnu meðal flugumferðarstjóra og hefur verkalýðsfélag
þeirra átt í töluverðum deilum við flugleiðsögufyrirtækið Naviair og hefur það haft áhrif á hundruðir þúsunda
farþega á síðustu vikum.
Norwegian hefur haft miklar áhyggjur af þessu ástandi og borið það undir við dönsku ríkisstjórnina og einnig
rætt það við aðalsamkeppnisaðilann sem er flugfélagið SAS.
„Við verðum að fara að skoða aðra flugvelli sem eru í boði sem eru nálægt Kaupmannahöfn“, segir Geir Karlsen,
framkvæmdarstjóri Norwegian, og tekur hann fram að óvíst hvort hægt sé að flytja áætlunarflug annað
með svo stuttum fyrirvara.
Um 17 prósent af öllu áætlunarflugi sem fer um flugvöllinn í Kaupmannahöfn er á vegum Norwegian og er félagið
það umsvifamesta á flugvellinum á eftir SAS sem fer fyrir þriðjungi af öllu áætlunarflugi.
Um 46 flugumferðarstjórum, sem störfuðu hjá Naviair, var boðið að segja upp starfi sínu í heimsfaraldrinum
en erfiðlega hefur gengið að fá þann fjölda aftur til baka og hefur fyrirtækið neyðst til þess að láta einhverja
flugumferðarstjóra taka að sér aukavaktir.
Flugumferðarstjórar hafa mótmælt yfirvinnuvöktunum og lýst því yfir að yfirvinnan sé mjög neikvæð sökum
álags og hafa samtök atvinnulífsins í Danmörku hvatt samgönguráðherra landsins til þess að grípa til
aðgerða til þess að koma í veg fyrir yfirvofandi martröð sem blasir við í sumar.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.