flugfréttir
Afhenda fyrstu farþegaútgáfuna af Cessna SkyCourier

Cessna 408 SkyCourier flugvélin í litum Lanai Air
Textron Aviation hefur afhent fyrsta farþegaútgáfuna af nýju Cessna SkyCourier flugvélinni en fyrsti viðskiptavinurinn til þess að fá þá flugvél afhenta fyrir farþegaflug er leiguflugfélagið Lanai Air á Hawaii-eyjum.
Það var í nóvember árið 2017 sem að Textron kynnti til leiks nýja tveggja hreyfla, hávængja flugvél með
skrúfuþotuhreyfli en í kjölfarið var tilkynnt að fyrsti viðskiptavinurinn væri FedEx sem pantaði fimmtíu
fraktútgáfur af flugvélinni.
Tilraunarflugvél flaug fyrsta flugið í maí árið 2020 og fyrsta fjöldaframleidda eintakið kom út úr verksmiðju í
febrúar árið 2022 og flaug hún sitt fyrsta flug.
Lannie O´Bannion, varaformaður yfir söludeild Textron, segir að SkyCourier flugvélin sé nú þegar á góðri
leið með að verða byltingarkennd flugvél innan fyrirtækisins.
Þrjú flugfélög og flugrekstaraðilar hafa pantað Cessna 408 SkyCourier flugvélina sem er FedEx, sem pantaði
eins og fyrr sagði 50 eintök af þotunni, mexíkanska flugfélagið Aerus, sem pantaði tvö eintök
af flugvélinni í desember sl. og loks Western Aircraft Inc. sem rekur Lanai Air á Hawaii-eyjum.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.