flugfréttir
Enn og aftur setur Nepal Airlines Boeing 757 þotu á uppboð

Nepal Airlines tók 9N-ACB úr umferð árið 2018
Enn og aftur gerir nepalska flugfélagið Nepal Airlines tilraun til þess að selja Boeing 757 þotu sem félagið hafði í flotanum en hætti að nota í reglubundnu áætlunarflugi fyrir 5 árum síðan.
Flugvélin, sem er næstum því 35 ára gömul, hefur verið sett á uppboð
ásamt varahlutum og öðrum búnaði en lágmarksverð
uppboðsins eru 5.7 milljónir Bandaríkjadala sem samsvarar
803 milljónum króna.
Fram kemur að flugvélin, sem ber skráninguna 9N-ACB, hefur
89.492 flugtíma að baki og hefur verið flogið 30.535 flugferðir
frá því hún var smíðuð árið 1988. Þá kemur fram að
flughæfnisvottorð vélarinnar er útrunnið auk þess sem hún
þarfnast C-skoðunnar.
Alls eru 515 varahlutir sem fylgja vélinni auk 109 ýmissa tækja
og verkfæra. Öllum einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum er
frjálst að leggja inn tilboð en það krefst þess að viðkomandi greiði 10%
inn á uppboðsupphæðina.
Flugvélin er af gerðinni Boeing 757-200CB og hefur sæti fyrir
190 farþega og þar af 12 á Business Class farrými.
Seinasta tilraun Nepal Airlines að selja gamla Boeing 757 þotu
var gerð árið 2019 en seinast þegar félaginu tókst að selja slíka þotu
var árið 2017 þegar nýtt flugfélag í Nepal, BB Airways, keypti
eina slíka af félaginu á 153 milljónir króna


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.