flugfréttir
Efla öryggi varðandi brautarátroðning á tólf flugvöllum
- FAA hefur skráð 621 atvik er snúa að brautarátroðningi það sem af er ári

Þekktasta atvikið átti sér stað á JFK flugvellinum í New York þann 13. janúar sl. er Boeing 777 þota á leið til London Heathrow þveraði flugbraut á sama tíma og þota frá Delta Air Li
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla að verja 100 milljónum dölum í sérstakt verkefni sem miðar af því að efla öryggi er varðar brautarátroðning á 12 flugvöllum vestanhafs.
Í yfirlýsingu frá bandarískum flugmálayfirvöldum kemur fram að verkefnið felur m.a. í sér að endurskipuleggja
akbrautir, bæta lýsingu á flugvöllum eða bæta við nýjum akbrautum til þess að gera akstursleið skilvirkari
milli flugbrauta.
FAA hefur verið töluvert til umræðu í kjölfar nokkurra atvika sem hafa komið upp þar sem litlu munaði
að illa færi þar sem tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri eða þar sem flugbraut var að lenda
á meðan önnur flugvél var á brautinni.
Þekktasta atvikið átti sér stað á JFK flugvellinum í New York þann 13. janúar sl. er Boeing 777
þota á leið til London Heathrow þveraði flugbraut á sama tíma og þota frá Delta Air Lines var að koma
inn til lendingar.
Nokkrum vikum síðar, eða þann 4. febrúar, átti sér stað annað atvik á flugvellinum í Austin í Texas er
Boeing 767 frakþota frá FedEx Express fékk lendingarheimild en á sama tíma var Boeing 737-700
þota frá Southwest Airlines á brautinni en sú þota hafði fengið heimild til flugtaks.
Þessi auk fleiri atvika varð til þess að FAA boðaði til sérstakrar ráðstefnu varðandi flugöryggismál
í mars þar sem rætt var um hvernig mætti efla flugöryggi og þá sérstaklega á flugvöllum.
Það sem af er ári hefur FAA skráð 621 atvik er snúa að brautarátroðningi en árið 2022
voru 1.696 slík atvik skráð í Bandaríkjunum.
„Sumir flugvellir eru flóknari en aðrir og getur það valdið ruglingi meðal flugmanna og aðra
notendur sem fara um flugvellina. Þessi fjárveiting mun sjá til þess að betrumbætur verða gerðar
til þess að koma í veg fyrir slík atvik“, segir Shannetta Griffin hjá FAA.
Meðal þeirra flugvalla sem til stendur að efla öryggi varðandi brautarátroðning eru flugvellirnir í Miami,
Las Vegas, San Diego, Tucson, Pensacola auk annarra flugvalla.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.