flugfréttir
Air Greenland tekur Boeing 777 og 737 á leigu tímabundið
- Nýja A330neo þotan úr umferð eftir atvik í Kaupmannahfön

Airbus A330neo breiðþota frá Air Greenland
Air Greenland hefur neyðst til þess að taka tímabundið á leigu Boeing 777 þotu og Boeing 737 þotu eftir að nýja Airbus A330neo breiðþota félagsins varð fyrir atviki á flugvellinum í Kaupmannahöfn fyrir um viku síðan.
Fram kemur að nýja A330neo þotan, sem nefnist „Tuukkaq“ og var afhent ný til Air Greenland
í desember í fyrra, hafi rekist utan í þotu
frá SAS (Scandinavian Airlines) þann 23. maí síðastliðinn skömmu fyrir brottför
til Kangerlussuaq.
Fram kemur að búið var að koma farþegum frá borði eftir komu til Kaupmannahafnar og
var verið að draga flugvélina að viðhaldsskýli á flugvellinum þegar annar vængur þotunnar
rakst utan í þotu frá SAS.
„Flugvirkjar okkar eru að vinna að viðgerð með aðstoð frá Airbus en við gerum ráð
fyrir að Tuukkaq verði úr umferð að minnsta kosti fram að helgi“, sagði í Fésbókarfærslu
hjá Air Greenland þann 25. maí sl. en sú dagsetning er nú liðin og er flugvélin enn
í Kaupmannahöfn.
Fram kemur að Air Greenland sé að bíða eftir varahlutum og hafði flugfélagið samband
við Privilege Style á Spáni varðandi tímabundna blautleigu á Boeing 777-300ER þotu
sem hefur flogið fyrir félagið milli Kaupmannahafnar og Kangerlussuaq frá 26. til 29. maí.
Þá hefur félagið einnig fengið aðstoð frá danska flugfélaginu Jettime sem ætlar að hlaupa
í skarðið með eina Boeing 737-800 þotu til að halda úti flugsamgöngum milli Kaupmannahafnar
og Grænlands næstu daga á meðan Tuukkaq er í viðgerð.
Atvikið þann 23. maí er eitt af nokkrum atvikum sem komið hafa upp að undanförnu
á flugvellinum í Kaupmannahöfn þar sem tvær flugvélar rekast utan í hvora aðra en þar
á undan var sambærilegt atvik þar sem Boeing 787-9 þota frá TUI fly Nordic rakst utan
í Airbus A330-900 þotu frá Sunclass Airlines.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.