flugfréttir

Mistök flugmanna og bilun í hraðaskynjurum orsök slyssins

- Lokaniðurstöður rannsóknar birtar á Air France flugslysinu

5. júlí 2012

|

Frétt skrifuð kl. 17:26

Alain Bouillard frá frönsku rannsóknarnefndinni kynnir niðurstöður skýrslunnar á blaðamannafundi í Frakklandi í dag

Frönsk rannsóknarnefnd birti í dag lokaniðurstöður á rannsókn á flugslysinu er Airbus A330 vél Air France fórst yfir Atlantshaf á leið sinni frá Rio de Janeiro til Parísar þann 1. júní 2009.

Lokaniðurstöður rannsóknarinnar sem staðið hefur yfir í 2 ár hefur leitt í ljós að ástæða flugslysins vær bæði vegna tæknilegra orsaka og mannlegra þátta þar sem flugmenn brugðist rangt við þeim aðstæðum sem upp komu.

Eins og áður hafði komið fram liggur orsökin vegna hraðaskynjara sem sýndu rangar upplýsingar á farflugshraða vélarinnar og einnig ljáðist flugmönnum að bregðast rétt við ástandinu með þeim afleiðingum að vélin féll á fjórum mínútum úr 38.000 feta hæð niður í Atlantshafið.

Í skýrslunni sem telur 365 blaðsíður kemur fram að ef grunur leikur á að hraðaskynjarar séu að gefa upp rangar upplýsingar standi ákvæði í viðeigandi gátlista flugmanna um að þeir skuli einungis fylgjast með öðrum mælum, halda sömu flughæð og hraða vélarinnar og bíða eftir að hraðamælarnir taki aftur við sér og sýni réttar upplýsingar um hraða vélarinnar.

Þess í stað er talið að hraðaskynjararnir hafi sýnt upplýsingar um að vélin væri á allt of miklum hraða sem varð til þess að flugmennirnir gripu inn í og drógu úr afli hreyflanna til að ná eðlilegum farflugshraða. Hinsvegar gerðu þeir sér ekki grein fyrir því að þeir voru að draga úr venjulegum hraða með þeim afleiðingum að ekki var nægilegt loftflæði kringum vængina til að halda vélinni á lofti svo hún hóf að ofrísa og missti flughæð.

Hraðaskynjarar á vélinni sem fórst voru framleiddir af franska fyrirtækinu Thales en Airbus hefur skipt um framleiðanda eftir slysið.

Margir ættingjar þeirra 228 farþega sem týndu lífi í slysinu eru margir ósáttir við niðurstöðurnar þar sem mikið hefur verið einblítt á að um mannleg mistök hafi verið að ræða

Keiko Marinho sem missti systur sína í slysinu segist ekki trúa því að vélin hafi farist vegna mistaka flugmanna meðan einn aðstandandi, John Clemens sem missti bróðir sinn í slysinu, segist hinsvegar sáttur við niðurstöðurnar og hrósar vinnu rannsóknarnefndarinnar.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga