flugfréttir
Hávaðamunurinn á Boeing 707 og 787

Dreamliner-vélin er allt að 90% hljóðlátari en Boeing 707
Mikil framför hefur orðið í þróun og framleiðslu á þotuhreyflum og hefur hávaðinn frá þeim minnkað töluvert á nokkrum áratugum.
Hér má sjá myndband þar sem sýndur er samanburður á hávaða tveggja véla í flugtaki, Boeing 707 annarsvegar og Dreamliner-vélin
hinsvegar. Sú fyrrnefnda kom á markaðinn árið 1958 og var Pan Am flugfélagið það fyrsta til að taka á móti
þeirra vél en alls voru yfir 1.000 slíkar vélar smíðaðar allt til ársins 1979 er framleiðslu hennar var hætt.
52 árum síðar, árið 2009, flaug Dreamliner-vélin sitt fyrsta flug og er hávaðinn frá henni allt að 90% minni
en frá Boeing 707.
Samt sem áður eru margir flugáhugamenn sem sakna hávaðaseggjanna enda er það oft hljóðið frá hreyflunum sem
gefur gæsahúðina þegar fylgst er með flugvélum taka í loftið í návígi við flugvöllinn.
Myndband:


22. febrúar 2021
|
Yfir 120 farþegaþotur af gerðinni Boeing 777 hafa verið kyrrrsettar eftir að Boeing sendi frá sér tilmæli þess efnis í gærkvöldi í kjölfar atviks sem átti sér stað sl. laugardag er bilun kom upp í hr

23. febrúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

6. janúar 2021
|
Fraktflugvél frá Bluebird Nordic rann út af flugbraut í morgun eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli þegar flugvélin var að yfirgefa brautina.

5. mars 2021
|
Singapore Airlines hefur hafið aftur áætlunarflug með Boeing 737 þotum eftir 25 ára hlé en félagið hefur eingöngu verið með stórar breiðþotur í flota sínum sl. ár.

4. mars 2021
|
Norska lágfargjaldarfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta alfarið með Boeing 737 MAX þoturnar og halda sig einungis við Boeing 737-800.

4. mars 2021
|
Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aldrei í 68 ára sögu flugfélagsins orðið fyrir eins miklu tekjutapi líkt og í fyrra en Lufthansa Group tilkynnti í morgun afkomu fyrirtækisins fyrir árið 2020.

3. mars 2021
|
Nýja norska sprotaflugfélaginu Flyr hefur tekist að safna um 8.8 milljörðum króna í stofnfé eftir hlutafjárútboð sem fram fór í Ósló og stefnir félagið á að hefja farþegaflug í sumar.

3. mars 2021
|
Austurríska flugfélaginu Austrian Airlines hefur tekist að finna kaupanda að þeim þremur Boeing 767-300ER breiðþotum sem félagið hefur reynt að selja.

2. mars 2021
|
Nemendum við Flugakademíu Íslands fer enn fjölgandi en 268 nemendur stunda nú nám við skólann. Þar af leggja flestir stund á atvinnuflugmannsnám eða 231. Fjórðungur nemenda skólans eru konur en hefur

2. mars 2021
|
Keflavíkurflugvöllur er í hópi með 15 öðrum flugvöllum í Evrópu sem hljóta sérstaka viðurkenningu Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI) fyrir hreinlæti á síðasta ári.

1. mars 2021
|
Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur lagt inn nýja pöntun til Boeing í 25 farþegaþotur til viðbótar af gerðinni Boeing 737 MAX.