flugfréttir
Stofnaði easyJet eftir innblástur frá Branson
- "Hann spurði og spurði mig spurninga þessi ungi maður"

Stelios Haji-loannou, stofnandi easyJet og Richard Branson, eigandi Virgin.
Segja má að Richard Branson, forstjóri Virgin Atlantic, sé að súpa seyðið af því í dag að hafa veitt ungum manni svör við spurningum sínum á blaðamannafundi kringum árið 1990 en Bransons segir að núna rúmum 20 árum síðar sé hann að fá það í bakið.
"Fyrir mörgum mörgum árum var ég að halda ræðu í Aþenu á Grikklandi þar sem viðstöddum gafst tækifæri á að spyrja mig
spurninga", segir Branson. - "Einn ungur maður var með óvenju margar spurningar til mín og ég náttúrulega svaraði honum jafnóðum en nokkrum
áður síðar stofnaði þessi maður flugfélag í Bretlandi eftir að hafa fengið innblástur frá mér - þessi ungi maður hét Stelios Haji-loannou og flugfélagið
kallaði hann easyJet".
"Ég hef alltaf dáðst af easyJet sem hefur aldrei ógnað Virgin þar til nú", segir Branson í kjölfar þess að easyJet fékk leyfi í vikunni til að fljúga til Moskvu
en ekki Virgin".
Stelios stofnaði easyJet árið 1995 aðeins 27 ára að aldri sem síðar varð eitt stærsta lágfargjaldarflugfélag í heimi en þá hafði Virgin Atlantic verið starfrækt í 11 ár.
Branson segir að þegar viðræður stóðu yfir um að nýtt breskt flugfélag fengi leyfi að fljúga til Mosvku í kjölfar sölu á British Midland hafi Virgin
sagt að hentugra væri að nýtt flugfélag til að þjóna Moskvu myndi fljúga frá Heathrow í stað Gatwick, þaðan sem easyJet mun fljúga næsta vor til Rússlands.
"Við sögðum að við myndum nota A330 vélar til flugsins sem myndi bjóða upp á 125.000 fleiri flugsæti en A320 vélar easyJet auk þess
sem Virgin gæti boðið upp á fjölmarga tengiflugsmöguleika við Bandaríkin og aðra áfangastaði frá Heathrow, segir Branson.
Branson segist ætla fara til Moskvu eftir helgi og fara fram á að bæði easyJet og Virgin fái að fljúga til Rússlands.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.