flugfréttir

Bruce nálægt því að stofna sitt eigið flugfélag

- "Viðhald og flugrekstur haldast í hendur"

3. júní 2013

|

Frétt skrifuð kl. 08:50

Bruce Dickinson hefur margt á sinni könnu og hefur gaman af öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur

Bruce Dickinson, söngvara Iron Maiden, leiðist ekki þessa dagana en fyrir utan að vera önnum kafinn í nýja viðhaldsfyrirtækinu sínu í Cardiff og að ferðast um og syngja með hljómsveitinni sinni, þá ætlar þessi 54 ára athafnamaður að stofna sitt eigið flugfélag - og er sagður ekki eiga langt í land með það.

"Ástæðan að ég geri allt þetta sem ég er að gera í dag er vegna þess ég elska alla þessa hluti - Ef það eina sem þú vilt gera í lífinu er að græða peninga þá ættiru bara að ræna banka".

Bruce hefur sett mikið fé í Cardiff Aviation viðhaldsstöðina í Wales sem er það hugarfóstur sem skiptir honum mestu máli í dag og vonast hann til að geta verið komin með 1.000 starfsmenn á næstu 5 árum en í dag starfa þar um 60 til 70 manns.

Bruce sá tækifæri á borði að bjóða upp á eina alhliða viðhalds- og viðgerðarstöð þar sem flugfélög fá alla þá þjónustu sem til er á einum stað en oft þarf að gera við flugvélar á einum stað og senda þær allt annað ef málingarvinna á að fara fram og loks á þriðja staðinn fyrir annarskonar viðhald.

Það sem söngvarinn og flugmaðurinn er samt hvað mest spenntastur yfir er að mögulega mun hann fá leyfi til að stofna sitt eigið flugfélag innan 50 daga en Cardiff Aviation hefur verið í viðræðum vegna þessa við bresk flugmálayfirvöld - "flugrekstur helst í hendur með viðhaldi".

"Planið er að byrja með þrjár einkaþotur og því næst litlar svæðisflugvélar og á endanum er áætlunin að vera komin með stórar farþegaþotur í flotann", segir Bruce.

Hefði nýtt flugfélag í eigu Cardiff Aviation verið komið í loftið hefði fyrsta verkefnið verið að fljúga Iron Maiden á tónleikaferðalag sem stendur nú yfir í Evrópu.

Tók sinn fyrsta flugtíma fyrir 35 dollara í Flórída

"Bruce Dickinson tók sinn fyrsta flugtíma í Flórída á níunda áratugnum sem var prufutími sem kostaði 35 bandaríkjadali og var komin með einkaflugmannsleyfið árið 1991. Því næst fékk hann réttindi á fjölhreyflavélar og gat áður en langt um leið byrjað að fljúga hljómsveitinni sinni milli tónleikastaða.

Fyrsta starf hans sem flugmaður var hjá British World Airlines sem varð gjaldþrota í kjölfar hryðjuverkanna árið 2001 en eftir það gekk hann til liðs við Astraeus sem flaug m.a. fyrir Iceland Express árið 2003.

"Astraeus varð gjaldþrota í nóvember árið 2011 - einmitt þegar ég var í miðju pílagrímaflugi fyrir félagið milli Jeddah og Manchester - það var mín síðasta lending fyrir það félag", segir Bruce sem er mjög sáttur með sitt hlutverk í dag en hann stofnaði Cardiff Aviation fljótlega eftir gjaldþrot Astraeus og starfa hjá honum í dag um 60 til 70 manns.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga