flugfréttir
Bel Air Aviation eignast nýja AW139 þyrlu

Nýja AW139 þyrla Bel Air er sjötta þyrlan í flota fyrirtækisins
Danska þyrlufyrirtækið Bel Air Aviation hefur tekið á móti nýrri AW139 þyrlu frá AgustaWestland en þær þyrlur hafa reynst fyrirtækinu mjög vel í þyrluþjónustu til olíuborðpalla á Norðursjó.
Bel Air hefur tók fyrstu AW139 þyrluna í noktun árið 2009 og hafa fjórar slíkar alls flogið yfir 8 þúsund flugtíma
og lent alls 26 þúsund sinnum með 99,6% stundvísi.
Bel Air ætlar að fjölga þyrlunum upp í sex en þær hafa ennig verið notaðar við að koma upp vindmyllum á hafi
úti.
AgustaWestland kynnti AW139 þyrlurnar komu á markað árið 2003 en þær taka alls 15 farþega í 8 fermetra rými.
Um 190 viðskiptavinir og fyrirtæki hafa slíka þyrlur í yfir 60 löndum og hefur AgustaWestland fengið
pantanir í 720 þyrlur af þessari gerð frá upphafi.
Þess má geta að Alltumflug.is hefur tekið í notkun nýjan flokk um þyrlur sem má finna í valmyndinni að ofan.


9. mars 2018
|
Alvarlegur skortur er á flugvélabensíni á suðurhluta Bresku-Kólumbíu í Kanada sem hefur haft áhrif á allt einkaflug, alla flugskóla og nokkra flugrekstraraðila á svæðinu nálægt Vancouver.

13. febrúar 2018
|
Fyrsta eintakið af hinni langdrægu Airbus A321LR þotu er nú í þann mund að nálgast New York eftir sitt fyrsta tilraunaflug yfir Atlantshafið en vélin lagði af stað frá Charles de Gaulle flugvellinum

29. janúar 2018
|
Flugfélagið Air Seychelles hefur tilkynnt að félagið ætli sér að hætta að fljúga langar flugferðir og leggja niður flugrekstri með breiðþotur.

22. apríl 2018
|
Boeing hefur hafið niðurrif á einni af þeim fyrstu Dreamliner-þotum sem smíðaðar voru en um er að ræða fimmtu Boeing 787-8 tilraunarþotuna sem smíðuð var.

21. apríl 2018
|
Svo gæti farið að Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, muni eignast helmingshlut í flugfélaginu Azores Airlines á Asóreyjum.

20. apríl 2018
|
IAG, móðurfélag British Airways, hefur falið bandaríska bankanum JPMorgan til þess að undirbúa tilboð í norska flugfélagið Norwegian.

20. apríl 2018
|
United Airlines hefur undirritað samning um kaup á tuttugu notuðum farþegaþotum af gerðinni Airbus A319.

20. apríl 2018
|
Flugmálayfirvöld í Rússlandi telja að flugmenn Antonov An-148 farþegaþotunnar frá Saratov Airlines, sem fórst skömmu eftir flugtak frá Domodedovo-flugvellinum í Moskvu þann 11. febrúar á þessu ári, h

19. apríl 2018
|
20 börn og fjölskyldum þeirra, samtals um eitt hundrað manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair í dag. Alls hafa 625 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans f

18. apríl 2018
|
Talið er að málmþreyta í hreyflablaði hafi orsakað sprengingu í CFM56 hreyfli á Boeing 737-700 þotu Southwest Airlines í gær er þotan var í 32.500 fetum yfir Pennsylvaníu á leið frá New York til Dal

18. apríl 2018
|
Norska flugfélagið Widerøe segir að verið sé að skoða möguleika á að panta minni útgáfur af E2-þotunni frá Embraer.