flugfréttir
Samstarf Delta og Virgin mun sameinast á Terminal 3

Virgin Atlantic og Delta Air Lines hafa lýst því yfir að flugfélögin munu hagræða og sameina þjónustu sína á Heathrow-flugvelli á næstunni þar sem samstarf félaganna tveggja fer að taka í gildi.
Félögin munu sameina m.a. leiðarkerfi og flugáætlun sína sem tekur í gildi þann 30. mars næsta vor
og Delta Air Lines mun flytja sig að hluta til yfir á Terminal 3 flugstöðina þar sem Virgin Atlantic hefur aðsetur.
Delta Air Lines flýgur í dag frá London Heathrow til 5 áfangastaða í Bandaríkjunum
sem eru Atlanta, Boston, Detroit, Minneapolis og New York (JFK) en næsta vor
mun félagið hefja flug til Seattle og bæta við öðru daglegu flugi til Detroit.
Í dag fljúga flugfélögin tvö, Delta og Virgin, 33 flugferðir daglega yfir Atlantshafið.
Það var þann 11. desember í fyrra sem tilkynnt var að Delta Air Lines hafi keypt 49% hlut í Virgin Atlantic af Singapore Airlines fyrir 45 milljarða króna.


4. nóvember 2019
|
Mitsubishi Aircraft Corporation hefur misst risapöntun sem bandaríska fyrirtækið Trans States Holding lagði inn árið 2009 í 50 þotur af gerðinni Mitsubishi SpaceJet (áður MRJ).

11. október 2019
|
Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

25. október 2019
|
Yfir 40 flugvélar í Suður-Afríku voru ýmist kyrrsettar tímabundið eða hafa þurft að ganga í gegnum ítarlegri skoðun í kjölfar fyrirmæla frá flugmálayfirvöldum í landinu eftir að í ljós kom að starfs

13. desember 2019
|
Ástralska flugfélagið Qantas hefur valið Airbus A350-1000 þotuna sem þann flugvélakost sem verður fyrir valinu fyrir „Sólarupprásarverkefnið“ (Project Sunrise) sem miðar af því að bjóða farþegum upp

12. desember 2019
|
Southwest Airlines hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabótagreiðslu vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX þotunum.

12. desember 2019
|
Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

11. desember 2019
|
Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

10. desember 2019
|
Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

10. desember 2019
|
Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

9. desember 2019
|
SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

9. desember 2019
|
SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.