flugfréttir

Of mikil notkun á sjálfstýringu er ný ógn í fluginu

- "Mörgum flugmönnum skortir þekkingu til að grípa inn í þegar hætta steðjar að"

20 nóvember 2013

|

Frétt skrifuð kl. 15:08

Mesta ógnin í fluginu í dag er hversu tölvuvæddar flugvélar eru orðnar og flugmenn eru of mikið farnir að reiða sig á sjálfstýringar ("autopilot") og búa ekki yfir þeirri færni sem til þarf til að fljúga flugvél handvirkt eða grípa inn í þegar neyðarástand kemur upp á.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem von er á frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) á næstu dögum þar sem gerð verður grein fyrir þessu áhyggjuefni en telja má að of mikil notkun á sjálfstýringu og vankunátta hafi verið stór orsakavaldur í flugslysum á borð við er vél Air France fórst á leið sinni frá Rio de Janerio árið 2009 og Asiana-flugslysinu í San Francisco í sumar.

Sérfræðingar í fluginu segja að það sé orðið hættulegt hversu mikið flugmenn reiða sig á sjálfstýringuna ("autopilot") í farþegaflugi sem virkilega dregur úr þeirra færni til að fljúga, átta sig á aðstæðum og bregðast rétt við þegar neyð steðjar að.

Chesley "Sully" Sullenberger, fyrrverandi flugmaður hjá US Airways, sem þekktastur er fyrir afrek sitt er hann nauðlenti Airbus-vél á Hudson-flóa, kom fram á CBS sjónvarpstöðinni í gær og sagði hann að virkilega þyrfti að gera flugið meðvitað um notkun á sjálfstýringunni.

Þrátt fyrir að öryggi í flugi í dag megi þakka til sjálfstýringar þá hafi hún einnig sína galla þar sem talið er að tveir þriðju flugmanna eigi í erfiðleikum með að fljúga flugvél handvirkt og taki margir rangar ákvarðanir þegar hætta steðjar að.

Wall Street Journal greindi frá skýrslunni sem lak í fjölmiðla frá FAA

Skýrsla FAA er sú fyrsta sinnar tegundar þar sem upplýsingum hefur verið safnað saman úr mörgum flugslysum og atvikum að sögn aðila sem hafa gefið upp upplýsingar um skýrsluna til fjölmiðla vestanhafs í dag og í gær.

Í skýrslunni kemur fram að of oft hafi flugmenn horft úrræðalausir á hlutina fara úr böndunum í stað þess að grípa inn í og koma í veg fyrir að illa fer.

Skýrslan, sem telur 277 blaðsíður, er skrifuð að sérfræðingum, rannsóknaraðilum flugslysa og öðrum starfsmönnum í fluginu.

"Flugmenn fljúga flugvél aðeins í nokkrar sekúndur sem er flugtakið og rétt fyrir lendingu - þeir reiða sig á tölvu sem stjórnar afli hreyflanna, stefnu, hæð og hraða og eina sem þeir gera er að mata upplýsingar í tölvu sem stjórnar vélinni", segir John Cox, fyrrverandi atvinnuflugmaður og flugslysasérfræðingur.

"Nefið er varla farið að lyftast upp af brautinni eftir flugtak þegar flugmenn setja sjálfstýringuna á", segir Daniel Slunder, yfirmaður hjá félagi kanadískra flugmanna en minnir á að flugmönnum gefst oft kostur að viðhalda kunnáttu sinni bæði á flugi og einnig í flughermum.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga