flugfréttir
Stefnir í dýrustu leit sem gerð hefur verið að týndri flugvél
- Leitin gæti kostað meira en 10 milljarða króna

Kostnaðurinn við leitina að malasísku farþegaþotunni gæti náð orðið allt að 10 sinnum dýrari en sú leit sem fór í að finna flakið af Airbus A330 vél Air France árið 2009 og stefnir leitin í dýrustu leit sem gerð hefur verið að flugvél.
Þetta segir Allan Diehl, fyrrum flugslysarannsóknarsérfræðingur sem áður starfaði fyrir
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB). "Þetta hleypur á hundruðum milljónum
dollara", segir John Nance, flugséfræðingur í viðtali við ABC News.
"Stærsta vandamálið er að við vitum ekkert hvar á að leita. Við vitum ekki einu sinni hvort hún
fór í sjóinn. Það á því eftir að fara mikill kostnaður við leit til viðbótar þar til búið er að finna nákvæman
stað til að leita á", segir Nance.
Sérfræðingar segja að leitin gæti náð hundrað milljónum dollara eða sem nemur 11 milljörðum króna
þegar upp er staðið.
Gríðarlegur kostnaður hefur farið í leit úr lofti og á sjó frá því vélin hvarf en alls hafa 26 lönd komið
að leitinni og hefur Kína eytt meira fé í leitina en önnur lönd en yfir helmingur farþega sem voru um borð
í vélinni voru Kínverjar.
Bandaríkin hafa gert ráð fyrir 450 milljónum króna til leitarinnar sem á að duga fyrir kostnaði við
leit fram í byrjun apríl en daglegur kostnaður Bandaríkjanna við leitina eru 11 milljónir króna.
Bandaríkjaher hefur lagt til tundurspilla, herþyrlur, P-8 Poseidon herflugvél
og sérhæfðan búnað til að finna svarta kassa vélarinnar og kafbátarvélmenni sem er á leiðinni út
á leitarsvæðið þessa stundina.
Þrjú kínversk skip eru við leit með þyrlur um borð auk þess sem tvær Ilyushin Il-76 vélar leita úr lofti
en kostnaðurinn við rekstur á þeim er 1,1 milljón á klukkustund að undanskildum launakostnaði, kostnaður
við áætlunagerð fæði, eldsneyti og fleira umstang.
Kína hefur einnig varið miklu fé í starfsemi kringum 21 gervihnött sem hafa verið notaðir við
leitina og nemur sá kostnaður um 11 milljónum króna á dag en mesti kostnaðurinn fer í að breyta stefnu
þeirra.
Samkvæmt fréttamiðlinum Hong Kong Daily kostaði það franska og brasilíska ríkið
um 4,4 milljarða króna að leita að flaki Air France vélarinnar og finna flugritann.
Malasísk yfirvöld og ríkisstjórn Ástralíu hafa tekið fram að leitað verði að vélinni eins lengi og þörf þykir.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.