flugfréttir
Rannsaka fjögur tonn af mangóum sem voru um borð

Um borð í einni af þeim Orion-vélum sem hafa verið við leit á svæðinu
Malasíska lögreglan hefur yfirheyrt m.a. alla þá sem eru ábyrgir fyrir þeirri frakt sem var um borð í malasísku farþegaþotunni og þar á meðal bændur sem ræktuðu mangó-ávexti sem verið var að flytja.
Grunsemdir vöknuðu fyrir nokkrum dögum síðan hvort að sprengiefni hefði verið komið fyrir
í þeim fjórum tonnum af mangó-ávöxtum sem voru í fraktinni.
Rannsóknaraðilar hafa m.a. skoðað hver viðtakandinn af ávöxtunum átti að vera, hver greiddi fyrir þá og
hver pakkaði þeim og gerði þá klára fyrir flutning.
"Það var einhver um borð sem var ábyrgur fyrir hvarfi vélarinnar", segir yfirmaður malasísku lögreglunnar
sem tekur það fram að svo gæti farið að flugvélin muni aldrei finnast.
Bandarísk yfirvöld hafa ekki greint frá því hvort að bandaríski sjóherinn sé að senda kafbát til leitar á svæðinu
líkt og Bretar sem hafa sent kjarnorkukafbátinn HMS Tireless en vel gæti verið að bandarískur kafbátur
sé á leiðinni eða sé komin á svæðið í laumi.
"Þetta er sá eiginleiki sem kafbátar búa yfir og er það að ferðast óséðir. Yfirvöld gefa ekkert endilega upp
staðsetningu á kafbátum sínum", segir Eric Wertheim, séfræðingur hjá bandarísku haffræðistofnuninni.
Þrátt fyrir fjölda vísbendinga varðandi hvarf vélarinnar hafa komið fram þá hafa upplýsingar frá gervitunglum verið taldar þær einu sem eru mjög áreiðanlegar.
Steven Wung, aðstandandi sem átti ástvini um borð í vélinni, segist ekki líta á að upplýsingar frá gervitunglum séu neinar sannanir og hefur hann litla trú á stjórnvöldum sem virðast ekki hafa hugmynd um hvar á að leita.



17. nóvember 2022
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa breytt reglugerð er varðar loftbelgi og þurfa flugmenn sem fljúga þeim núna að verða sér út um heilbrigðistvottorð ef þeir ætla sér að fljúga með farþega gegn g

25. nóvember 2022
|
Skaðabótamál hrúgast nú upp með nokkrum réttarhöldum sem hafa farið fram þar sem flugvélaleigur hafa frá því í sumar höfðað mál gegn tugi tryggingarfélögum í von um að fá greiddar bætur fyrir allan þ

24. janúar 2023
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa loksins gefið út flughæfnisvottun fyrir Britten-Norman BN2T-4S Islander flugvélinni eða næstum 30 árum eftir að flugvélin fékk vottun í Bretlandi þar sem hún er

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.