flugfréttir
"Erfiðasta leitin í sögu mannkynsins"
- "Fyrr mun frysta í helvíti en við hættum að leita"
Forsetisráðherra Malaysíu, Najib Razak, og Tony Abbott, forsetisráðherra Ástralíu, heilsa upp á áhöfn P-3 Orion-vélar ástralska flughersins í Perth í dag
Enn hafa engar vísbendingar eða ummerki fundist við mikla leit að malasísku farþegaþotunni þótt að margar flugvélar og skip séu búnar að kemba leitarsvæðið á Suður-Indlandshafi vestur af Ástralíu síðustu daga.
Engin ný brök hafa fundist til viðbótar en það sem hefur þegar fundist á sjónum virðist allt hafa verið
rusl og aðrir hlutir sem tilheyra ekki flugvélinni.
Átta flugvélar og níu skip tóku þátt í leitinni í dag á svæði sem þekur 223.000 ferkílómetra
Forsetisráðherra Malaysíu, Najib Razak, átti í dag fund með Tony Abbott, forsetisráðherra Ástralíu en Abbott sagði
að þetta væri sennilega erfiðasta leit í sögu mannkynsins - "Varðandi Ástralíu þá erum við að tjalda öllum sem til
er í leitinni", sagði Abbott.
"En við getum verið viss um að það verður ekkert gefið eftir - við munum ekki hvíla okkur á því að leita fyrr en við
höfum gert allt sem við mögulega getum", segir Abbott.
"Við munum halda áfram og fyrr mun frysta í helvíti fyrr en við hættum að leita", sagði Kim Beazley, fyrrum varnarmálaráðherra Ástralíu
sem í dag er sendiherra Bandaríkjanna. - "Þetta gæti tekið mánuði, þetta gæti tekið ár".
Á næstu klukkustundum munu tvö skip til viðbótar mæta á leitarsvæðið, breska herskipið HMS Echo annarsvegar
og Ocean Shield hinsvegar sem mun mæta með Towed Pinger Locator búnaðinn og kafbátavélmennið Bluefin-21.
Von á stórri tilkynningu á morgun frá yfirmanni samhæfingarmiðstöðvarinnar
Einn aðili, sem er óheimilt að tjá sig við fjölmiðla, sagði við CNN að á morgun kæmi stór yfirlýsing
frá Angus Houston, stjórnanda samhæfingarmiðstöðvar leitarinnar í Perth. Ekki er vitað hvað felst í þeirri
yfirlýsingu en vonast er til þess að það gæti varðað nýjar vísbendingar í leitinni sem hefur enn engan árangur borið.
Malasísk yfirvöld héldu blaðamannafund á hóteli í Kuala Lumpur en ekkert nýtt kom fram á þeim fundi.
"Mér finnst ég hafa eytt þremur klukkutímum í ekki neitt", sagði Mohammad Sahril Shaari en frændi hans var um borð
í vélinni á leið í brúðkaupsferðina sína.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.