flugfréttir
Hljóðmerki myndi minnka leitarsvæðið í 10 ferkílómetra

Ekki hefur verið staðfest hvort að púlsmerkið sem kínverska skipið greindi í gær sé frá svörtu kössunum
Ef unnt verður að sanna að hljóðið sem kínverska skipið Haixun 01 greindi í gær sé frá svörtu kössum malasísku farþegaþotunnar mun það þrengja leitarsvæðið niður í 10 ferkílómetra.
Þetta segir William Waldock, sérfræðingur við björgun og leit sem kennir flugslysarannsóknir
við Embry-Riddle flugskólann í Arizona.
"Það heyrast ýmislegt hljóð, smellir og suð í sjónum en 37,5 kHz tíðnin var valin fyrir neyðarsendana
á svörtu kössunum til að koma í veg fyrir rugling frá öðrum hljóðum", segir Waldock sem
tekur fram að möguleiki sé á því að þetta hafi verið hljóð frá kjarnorkukafbátinum sem var
á svipuðu svæði.
Ef í ljós kemur að þetta var hljóðið frá svörtu kössunum þá verður kafbátavélmenni sent niður í sjóinn
til að staðsetja flakið.
John Goglia, fyrrum stjórnarmeðlimur samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) sagði
að þetta væri "spennandi" en tók það einnig fram að það eru mörg hljóð sem heyrst í undirdjúpunum.
Yfirvöld segja að hljóðið sé í samræmi við þær hljóðbylgjur sem koma frá svörtu kössunum og
mun leitin núna einblína á það að komast að því hvort það sé rétt.
Einnig fundust í gær yfir 20 hlutir á sjónum í um 90 kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem kínverska
skipið greindi hljóðmerkið.
Alls munu 12 flugvélar, þar af 10 herflugvélar og þrettán skip taka þátt í leitinni á sunnudag sem mun
fara fram á þremur mismunandi leitarsvæðum sem eru til samans 216 þúsund ferkílómetrar.



14. nóvember 2022
|
Rannsókn er hafin á flugslysi sem átti sér stað um helgina er tvær sögufrægar stríðsflugvélar rákust saman á flugi á flugsýningu í Dallas í Texas.

24. nóvember 2022
|
SAS (Scandinavian Airlines) ætlar að hefja flug á JFK flugvöllinn í New York eftir áramót og verður flogið þangað frá Kaupmannahöfn.

7. desember 2022
|
Tímamót áttu sér stað í vikunni er síðustu júmbó-þotunni var ýtt út úr samsetningarsal Boeing í Everett eftir 54 ára framleiðslu.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.