flugfréttir
HMS Echo komið á svæðið til að bera kennsl á hljóðmerkin
Breska herskipið er komið á svæðið og undirbýr að skima eftir hljóðmerkjum á þeim stað þar sem kínverska skipið Haixun 01 náði að greina púlsmerki
Breska herskipið HMS Echo er mætt á það svæði þar sem kínverska skipið Haixun 01 náði í gær tvisvar að greina púlsmerki úr sjónum með neðansjávarhljóðnema.
Áður en skipið getur byrjað að leita eftir frekari púlsmerkjum þá þarf fyrst að fara fram sérstakar undirbúningsprófanir
sem eru fólgnar í því að kanna hvaða önnur hljóð gætu verið að heyrast í sjónum svo hægt sé að stilla
leitartækin um borð í samræmi við það.
Á þessu augnabliki eru mikilvægast þáttur leitarinnar að komast að því hvort þau þrjú hljóðmerki sem skipin Haixun 01
og Ocean Shield hafa náð að greina sé frá svörtu kössum vélarinnar en fjarlægðin milli þessara tveggja skipa voru um 550 kílómetrar
þegar þau náði til samans að greina þrjú hljóðmerki yfir helgina.
Einnig er mikið kapp að reyna greina hljóðmerki frá svörtu kössunum áður en þeir hætta að senda frá sér bylgjur
þar sem talið er að rafhlöðurnar munu tæmast fljótlega eftir helgina.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.