flugfréttir
Hver eru næstu skrefin í leitinni?
- Verið að reyna staðsetja hvaðan hljóðmerkin komu

Mögulega mun leit hefjast innan tíðar með kafbátavélmenninu Bluefin-21
Verið er að reyna staðsetja hvaðan hljóðmerkin eru að koma sem ástralska skipið Ocean Shield náði að greina með Towed Pinger Locator búnaði bandaríska sjóhersins.
Bandaríski sjóliðsforinginn, Mark Matthews, sem stjórnar aðgerðunum með búnaðinum segir að framundan sé
vinna við að staðfesta þessi hljóðmerki og þarf skipið Ocean Shield, auk eins annars skips, að sigla þvers og kruss
yfir svæðið til að átta sig betur á hvaðan hljóðin eru að koma.
Í dag hefur ekki náð að greina hljóðin aftur sem heyrðust en skipið notast við þríhyrningsaðferð til að staðsetja
hvaðan hljóðmerkin koma en ef tekst að staðsetja og staðfesta að merkin séu frá malasísku farþegaþotunni
þá er hægt að setja kafbátavélmennið Bluefin-21 ofan í sjóinn til að hefja neðansjávarleit.
Næsta skref eftir það væri að skipta yfir úr Bluefin-21 kafbátnum yfir í fjarstýrðan djúpsjávarkafbát með neðansjávarmyndvél
sem myndi þá kafa að þeim stað þar sem flakið er og taka myndir af aðstæðum.
Mark Matthews segir að þótt ríki viss bjartsýni að þá skuli taka hana með fyrirvara um að aðgerðinn gæti
fari úrskeiðis þar sem um er að ræða örvæntingarfulla leit í kappi við tímann áður en svörtu kassarnir hætta að
senda frá sér þessi merki.
Reikna þarf út hvernig hljóðið berst í sjónum
Ekki er sjálfgefið að finna hvaðan hljóðmerkin komu þar sem reikna þarf öll þau atriði sem hafa áhrif á hvernig
hljóð berst um í vatni. Taka þarf inn í reikninginn hitastigið en vatnið neðst við botninn er mun kaldara en á yfirborðinu
sem hefur áhrif á hljóðbylgjurnar. Þá hefur hefur þrýstingurinn í sjónum einnig áhrif.
Hljóð í vatni berst mun hraðar en ofan á yfirborði sjávar og gæti því verið að hljóðbylgjurnar sem hafa verið greindar
séu búnar að ferðast allt að hundrað kílómetra leið á þann stað þar sem Ocean Shield skipið greindi hljóðmerkin.
Samt sem áður er Towed Pinger Locator að ná að greina hljóðmerkin mun betur en önnur tæki og nær hann
að skanna ákveðið svæði á hverjum degi sem tæki annan sambærilegan búnað heila viku að fara yfir.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.