flugfréttir
Bandaríkin: "Flugvélin lenti ekki á Diego Garcia"
Diego Garcia er í um 3,700 kílómetra fjarlægð austur af ströndum Tanzaníu í Afríku
Bandaríska sendiráðið í Kuala Lumpur hefur lýst því yfir að þær tilgátur um að malasíska farþegaþotan hafi lent á herstöðinni á eyjunni Diego Garcia í Indlandshafi eigi við engin rök að styðjast.
Samkvæmt frétt malasíska vefmiðilsins The Star Online kemur fram að talsmaður bandaríska sendiráðsins
í Malaysíu hafi sent dagblaðinu tölvupóst þar sem þetta kemur fram en einnig segir: "Það eru
engin merki um að vélin hafi flogið nálægt Maldívíeyjum eða Diego Garcia og flug MH370 lenti ekki á Diego Garcia".
"Undir stjórn frá áströlskum og malasískum stjórnvöldum hefur sautjánda herdeild bandaríska sjóhersins leitað
að vélinni ásamt 26 öðrum þjóðum í samráði við rannsóknaraðila og sérfræðinga", segir ennfremur í tölvupóstinu.
36 dagar eru síðan að malasíska farþegaþotan hvarf af radar en ýmsar getgátur og samsæriskenningar hafa verið
á kreiki um að vélinni hafi verið flogið og lent á Diego Garcia sem er ein afskektasta eyja í heimi langt austur af
Madagascar í Indlandshafinu og suður af Maldívíeyjum.
Bandaríkjaher hefur sent herskipið USNS Cesar Chavez á leitarsvæðið en
einnig eru tvær herflugvélar á vegum hersins sem hafa tekið þátt í leitinni sem hefur í dag kostað Bandaríkin 370 milljónir króna.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.