flugfréttir
Hætta leit með Towed Pinger Locator og undirbúa Bluefin-21
- Talið að svarti kassinn sé hættur að senda frá sér hljóðmerki

Leit mun nú hefjast með Bluefin-21 kafbátarvélmenninu sem verður sett ofan í sjóinn frá Ocean Shield skipinu
Ekki hefur tekist að greina frekari hljóðmerki í sjónum í Suður-Indlandshafi sem gæti verið frá svarta kassanum og er nú talið að rafhlöðurnar í neyðarsendum kassana séu tómar.
"Við höfum ekki náð að greina nýtt hljóðmerki í sex daga og er komin tími til að leita neðansjávar", sagði Angus Houston, yfirmaður yfir leitaraðgerðunum í Perth, í morgun á blaðamannafundi.
Notast verður við kafbátavélmennið Bluefin-21 sem upphaflega átti að notast við um leið og nákvæm staðsetning væri
fundin með Towed Pinger Locator búnaðinum en verið er að undirbúa kafbátavélmennið fyrir djúpsjávarköfun.
Bluefin-21 verður settur ofan í sjóinn frá Ocean Shield skipinu og tekur hver sendiför 24 klukkustundir þar sem kafbátavélmennið
mun skanna svæði sem er 5 sinnum 8 kílómetrar að stærð í einu en um er að ræða mun hægari aðgerð en sú
sem aðgerð sem hefur farið fram með Towed Pinger Locator búnaðinum.
Á blaðamannafundinum tók Houston það fram að olíubrák hefði fundist í sjónum á því svæði þar sem leitað var
eftir frekari hljóðmerkjum og er verið að rannsaka hvort að brákin sé þotueldsneyti en sú rannsókn gæti tekið nokkra daga.
Ellefu herflugvélar, ein einkaþota og 15 skip hafa tekið þátt í leitinni í dag og er leitarsvæðið að þessu sinni 47 þúsund ferkílómetrar að stærð.



8. desember 2022
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa farið fram á að komið verði fyrir sérstakri eldvörn nálægt viðbótareldsneytistanknum á nýju Airbus A321XLR þotunum.

18. janúar 2023
|
Streymisveitan Netflix auglýsir eftir að ráða flugfreyju eða flugþjón til starfa um borð í einkaþotu fyrirtækisins.

16. nóvember 2022
|
Erlend flugfélög, sem fljúga til Bandaríkjanna, hafa lýst því yfir að þau eigi í vandræðum með að koma fyrir nýjum ratsjárhæðarmælum um borð í flugvélar sínar í tæka tíð til þess að koma í veg fyrir

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.