flugfréttir
Draganlegur sónarbúnaður gæti verið næsta skrefið
- Beðið eftir að Bluefin-21 lýkur leit svo hægt sé að ákveða framhaldið
Bluefin-21 mun á næstu dögum ljúka við að kortleggja 300 ferkílómetra svæði
Möguleiki gæti verið á því að flak malasísku farþegaþotunnar gæti verið staðsett á hafsbotni langt í burtu frá þeim stað þar sem neðansjávarleit hefur farið fram.
Þetta segir Scott Carey, neðansjávarsérfræðingar við hafrannsóknardeildina í San Diego í Kaliforníu sem bendir
á að mjög erfiðlega getur verið að áætla nákvæma staðsetningu á svörtu kössunum úr frá hljóðmerkjum.
"Sjórinn getur verið óútreiknanlegur og er erfitt að gera sér grein fyrir því hvaðan hljóðið er að koma", segir Carey.
Art Wright, fyrrum yfirmaður bandaríska sjóhersins, segir að sjálfvirkt kafbátavélmenni, líkt og Bluefin-21 sem verið
er að nota til að kortleggja hafsbotninn, sé ekki rétta tækið til að finna flakið og sé slíkur búnaður takmarkaður
við marga þætti og þ.á.m. veðurfar.
Wright segir að réttara væri að nota djúpsjávar-sónarbúnað sem er dreginn eftir skipi sem kortleggur hafsbotninn
sem aðeins þyrfti að hýfa aftur upp á yfirborðið á vikufresti til að nálgast upplýsingarnar. "Ef Boeing 777 vél
væri á þessu svæði þá væri flakið komið í ljós og það sæist greinilega með slíkan búnað", segir Wright.
Hvað er næsta skref?
Margir spyrja sig af því hvað tekur næst við í leitinni að vélinni eftir að kafbátavélmennið lýkur við að kortleggja
hafsbotninn í vikunni en áströlsk yfirvöld hafa skoðað möguleika á því að notast við sónarbúnað sem dreginn
er eftir skipi ásamt fleiri sambærilegum ómönnuðum kafbátum.
Um væri að ræða sambærilegan búnað sem notaður var við að finna flak Air France þotunnar sem fórst yfir Atlantshafinu
árið 2009 milli Suður-Ameríku og Afríku en hægt verður að styðjast við þær aðferðir sem notaðar voru þá
og nýta þá reynslu við leitina af malasísku vélinni.
Beðið verður eftir því að Bluefin-21 lýkur við að kortleggja hafsbotninn á svæði sem hefur 10 kílómetra radíus
en eftir það verða aðstæður metnar upp að nýju og næsta skref ákveðið sem verður gert í samráði
við malasísk stjórnvöld.
Sagt er að kínversk stjórnvöld ætli að beita enn meiri þrýstingi á að ekkert verði gefið eftir í leitinni að vélinni
svo hún geti haldið áfram og skilað árangri.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.