flugfréttir
Neðansjávarleitarsvæðið verður sennilega stækkað
Breski kafbáturinn HMS Tireless mun hætta að leita að malasísku farþegaþotunni
Áströlsk stjórnvöld hafa lýst því yfir að mögulega verði svæðið í neðansjávarleitinni stækkað og verður sjálfvirki kafbáturinn Bluefin-21 færður á annað svæði ef ekkert kemur í ljós við kortlagningu hafsbotnsins á núverandi svæði en kafbáturinn hefur nú lokið við að skanna 95 prósent af því svæði sem er um 300 ferkílómetrar á stærð.
Samhæfingarmiðstöðin í Perth, þaðan sem leitinni af malasísku farþegaþotunni hefur verið stjórnað, sagði í dag að verið sé að ræða saman við
alþjóðarannsóknarhópinn í Kuala Lumpur um hvernig sé best að skipuleggja leitina upp á framhaldið að gera.
Í dag tóku átta leitarvélar og tíu skip þátt í leitinni af malasísku farþegaþotunni en breski sjóherinn hefur ákveðið
að draga kafbátinn HMS Tireless af svæðinu sem mun hætta leit með sónarbúnaði en sú aðgerð gengdi mikilvægu
hlutverki í að greina hljóðbylgjur sem taldar voru koma frá svörtu kössum vélarinnar.
Í dag eru 49 dagar síðan að malasíska flugvélin hvarf á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking og er hvarfið það dularfyllsta
í sögu flugsins.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.