flugfréttir

Gætu farsímar farþeganna um borð í flugi MH370 leyst ráðgátuna?

- Rannsókn var gerð á nokkrum farsímum við aðstæður á miklu dýpi

26. apríl 2014

|

Frétt skrifuð kl. 22:49

Gagnasérfræðingurinn Chad Gough, hjá upplýsingafyrirtækinu 4Discovery, gerði prófanir þar sem nokkrar tegundir af farsímum voru skildir eftir í 8 daga í saltvatni í þrýstingsbúnaði

CNN greindi frá því í gær að mögulega mætti leysa ráðgátuna um hvarf vélarinnar, ef flak hennar finnst, með því að ná síðustu smáskilaboðunum úr farsímum þeirra farþega sem voru um borð í vélinni og jafnvel myndum sem einhverjir kynnu að hafa tekið.

Fréttamaðurinn Ted Rowlands greindi frá rannsókn þar sem gagnasérfræðingurinn Chad Gough, hjá upplýsingafyrirtækinu 4Discovery, gerði prófanir þar sem nokkrar tegundir af farsímum voru skildir eftir í 8 daga í saltvatni í þrýstingsbúnaði sem líkir eftir þeim mikla þrýstingi sem er á hafsbotni á 4.500 metra dýpi en einnig voru símarnir setti í yfir 300 gráðu hita til að láta reyna á eyðileggingarmáttinn.

Chad segir að þrátt fyrir að farsímarnir hefðu verið í mjög slæmu ástandi eftir rannsóknina með brotna skjái að þá snúist allt um að flagan í símanum sé heil en um er að ræða litla flögu sem geymir allar þær upplýsingar sem eru á símanum.

Náðu öllum upplýsingunum úr flögunni úr farsímunum

Eftir þær þolraunir sem gerðar voru á símunum í rannsókninni þá náði 4Discovery að sækja allar upplýsingarnar úr flögunni og fleiri til sem talið var að væru ekki til staðar þar sem um var að ræða upplýsingar sem höfðu verið eytt úr símanum.

Þrátt fyrir að nokkrir símar voru eyðilagðir við rannsóknina þá er aðeins einn sími sem reyndist ekki eins auvelta að nálgast upplýsingar úr og var það iPhone-síminn frá Apple. Chad segir að það stafi af því að flagann í iPhone sé dulkóðuð og þurfti að fá séfræðingar frá Apple til að nálgast þær.

Er hægt að staðsetja vélina með því að reyna að rekja farsímana

Aðrir sérfræðingar hafa þegar sagt að ekki sé möguleiki á að staðsetja síma þeirra farþega sem voru um borð ef hún fórst á svæði sem er ekki í farsímasambandi og sé því ekki eins auðvelt að rekja þá eins og sést í mörgum bíómyndum.

Fjarskiptasérfræðingar segja að líkurnar á því séu næstum engar. Ritch Blasi, hjá farsímafyrirstækinu Comunicano segir að ef vélinni var lent á einhverjum stað á landi að þá sé það hægt sé kveikt á þeim ef einhver hleðsla er eftir.

"Staðsetningarforrit eins og "Find my iPhone" virkar ef síminn fær merki frá GPS gervitungli en þegar kemur að sjó þá minnka líkurnar verulega þar sem það er ekkert samband til að tengjast á úthöfunum".

Charles McColgan, hjá fyrirtækinu TeleSign, segir að jafnvel þótt að einhverir farþegar hefðu ekki slökkt á farsímum eftir flugtak þá hefði ekki verið hægt að rekja seinustu staðsetningu símanna þar sem sambandið rofnar við jarðstöð þegar flugvél er komin yfir 10.000 fet en þeirri flughæð ná farþegaþotur nokkrum mínútum eftir flugtak.

Hvað ef vélin náði að lenda eða brotlenti á landi?

"Ef vélin brotlenti á landi þá gæti verið að hægt sé að ná sambandi og mögulega væri hægt að hringja úr símunum. Ef vélin hinsvegar brotlenti á afskektu landi, fjarri byggð sem er ekki í símasambandi, þá væri heppnin ekki með þeim - ekki nema að eigandi einhvers farsíma hefði skráð símann hjá farsímafyrirtæki í viðkomandi landi sem er frekar langsótt", segir Blasi hjá Comunicano, sem starfaði í 35 ár hjá AT&T.

Fimmtíu dagar eru í dag síðan að malasíska farþegaþotan hvarf og hefur enn ekki tangur né tetur fundist af vélinni.

Sjálfvirki kafbáturinn Bluefin-21 er við það að ljúka leit á hafsbotni á því svæði þar sem talið er að hljóðbylgjurnar hafi komið frá því sem talið er hafa verið svörtu kassar vélarinnar en allt stefnir í að sú leit ná ekki að skila árangri.

Smellið hér til að sjá myndband CNN







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga