flugfréttir
Segir að hvarf vélarinnar sé Boeing að kenna
- Bandaríkjaforseti heitir því að veita alla mögulega aðstoð í leitinni sem völ er á

Barack Obama, Bandaríkjaforseti og Najib Razak, forsetisráðherra Malaysíu
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur heitið því að auka aðstoð Bandaríkjanna í leitinni að malasísku farþegaþotunni en forsetinn er nú í opinberi heimsókn í Malaysíu þar sem hann hitti m.a. Najib Razak, forsetisráðherra landisns, og Hishamuddin Hussein, samgönguráðherra Malaysíu sem hefur verið mikið í brennidepli vegna hvarf vélarinnar.
"Ég get staðfest það að Bandaríkin eru algjörlega samvinnufús í að veita allar þá aðstoð
sem við getum mögulega veitt", sagði Obama í gær við komuna til Malaysíu.
"Það er augljóst að við vitum ekki öll smáatriðin en við vitum að vélin fór í sjóinn á þessum stað í heiminum. Þetta
er stór staður og það þarf mikið afrek og þrótt til að halda leitinni áfram sem mun taka einhvern tíma", sagði Obama.
Najib Razak, segir að á næstu dögum muni yfirvöld í Malaysíu gera frumskýrslu opinbera á hvarfi vélarinnar þar sem
m.a. mun koma fram með hvaða hætti flugherinn í landinu ljáðist að taka eftir að farþegaþotu var flogið óséðri gegnum
lofthelgina og útskýrt verður hversvegna ekki var brugðist við því.
Skömmu eftir að vélin hvarf komu fréttir af því að vélin hefði sést á frumratsjá malasíska flughersins á leið vestur á bóginn
yfir Malaysíu-skagann og út á Andaman-haf en malasísk stjórnvöld höfðu allan tímann þvertekið fyrir þær sögusagnir en forsetisráðherra Malaysíu viðurkenndi loksins í gær að óþekkt loftfar hefði komið fram á ratsjá flughersins.
Fyrrverandi forsetisráðherra Malaysíu kennir Boeing um hvarf vélarinnar
Ástralska dagblaðið Sydney Morning Herald greinir frá því að
Mahathir Mohamad, fyrrum forsetisráðherra Malaysíu, hafi sagt að Boeing eigi að taka á sig ábyrgðina fyrir hvarfi vélarinnar
og kennir hann Boeing um þetta dularfulla hvarf.
"Boeing smíðaði þessa flugvél og verður flugvélaframleiðandinn því að koma með útskýringu á því hvernig það sé ekki
hægt að rekja slóð vélarinnar.
Annað hvort er tækninni verulega ábótavant hjá Boeing eða öryggið ekki nægilegt. Ég myndi
ekki vilja ferðast um borð í vélum frá Boeing nema að framleiðandinn geti útskýrt hvernig hægt sé að gera stjórnkerfi
vélarinnar óvirk eða hvernig þau geti brugðist með þessum hætti", sagði Mahathir sem gengdi embætti forsetisráðherra Malaysíu frá
árinu 1981 til ársins 2003.
"Þótt að flugstjóri vélarinnar hafði ætlað sér að fremja sjálfsvíg þá hefði aðstoðarflugmaðurinn eða áhöfnin reynt
að koma í veg fyrir það - En enginn, og ekki einu sinni farþegarnir reyndu að koma í veg fyrir það - Hvarf vélarinnar er Boeing að kenna - hvernig geta þeir framleitt vél sem hverfur með svo auðveldum hætt", bætir Mahathir við.
Verið er að ákveða framhaldið
Sjálfvirki kafbáturinn Bluefin-21 hélt í dag áfram að skanna hafsbotninn á þeim stað í Suður-Indlandshafi þar
sem síðustu hljóðmerkin heyrðust sem talin eru hafa komið frá svörtu kössum vélarinnar en slæmt veður hefur sett strik sinn í reikninginn í þeirri aðgerð.
Rannsóknaraðilar og þeir sem stjórna leitinni eru nú að ráðfæra sig um hvernig best sé að halda leitinni áfram
þar sem svo virðist sem að kortlagning hafsbotnsins sé ekki að skila neinum árangri.
"Við erum stanslaust að ráðfæra okkur við þá alþjóða samstarfsaðila sem taka þátt í leitinni um hvernig
sé best að haga leitinni upp á framhaldið að gera", segir í yfirlýsingu frá samhæfingarmiðstöðinni í Perth í Ástralíu, þaðan
sem leitinni er stjórnað.


8. nóvember 2019
|
Annar af tveimur GE9x hreyflunum, sem á að knýja áfram fyrstu Boeing 777X tilraunaþotuna, skemmdist í flutningi þegar verið var að ferja hann til Seattle á dögunum.

14. október 2019
|
Ríkisstjórn Bretlands ætlar að fara að stað með aðgerðir er kemur að gjaldþrotum meðal flugfélaga og stendur til að kynna nýja löggjöf sem mun auðvelda gjaldþrotaferli og aðgerðir er snúa að því að k

25. október 2019
|
Isavia ohf. mun á næstu dögum stefna ALC og íslenska ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir vegna úrskurðar Héraðsdóms Reykjaness frá 17. júlí 2019 í

13. desember 2019
|
Ástralska flugfélagið Qantas hefur valið Airbus A350-1000 þotuna sem þann flugvélakost sem verður fyrir valinu fyrir „Sólarupprásarverkefnið“ (Project Sunrise) sem miðar af því að bjóða farþegum upp

12. desember 2019
|
Southwest Airlines hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabótagreiðslu vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX þotunum.

12. desember 2019
|
Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

11. desember 2019
|
Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

10. desember 2019
|
Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

10. desember 2019
|
Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

9. desember 2019
|
SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

9. desember 2019
|
SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.