flugfréttir
Segir að hvarf vélarinnar sé Boeing að kenna
- Bandaríkjaforseti heitir því að veita alla mögulega aðstoð í leitinni sem völ er á

Barack Obama, Bandaríkjaforseti og Najib Razak, forsetisráðherra Malaysíu
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur heitið því að auka aðstoð Bandaríkjanna í leitinni að malasísku farþegaþotunni en forsetinn er nú í opinberi heimsókn í Malaysíu þar sem hann hitti m.a. Najib Razak, forsetisráðherra landisns, og Hishamuddin Hussein, samgönguráðherra Malaysíu sem hefur verið mikið í brennidepli vegna hvarf vélarinnar.
"Ég get staðfest það að Bandaríkin eru algjörlega samvinnufús í að veita allar þá aðstoð
sem við getum mögulega veitt", sagði Obama í gær við komuna til Malaysíu.
"Það er augljóst að við vitum ekki öll smáatriðin en við vitum að vélin fór í sjóinn á þessum stað í heiminum. Þetta
er stór staður og það þarf mikið afrek og þrótt til að halda leitinni áfram sem mun taka einhvern tíma", sagði Obama.
Najib Razak, segir að á næstu dögum muni yfirvöld í Malaysíu gera frumskýrslu opinbera á hvarfi vélarinnar þar sem
m.a. mun koma fram með hvaða hætti flugherinn í landinu ljáðist að taka eftir að farþegaþotu var flogið óséðri gegnum
lofthelgina og útskýrt verður hversvegna ekki var brugðist við því.
Skömmu eftir að vélin hvarf komu fréttir af því að vélin hefði sést á frumratsjá malasíska flughersins á leið vestur á bóginn
yfir Malaysíu-skagann og út á Andaman-haf en malasísk stjórnvöld höfðu allan tímann þvertekið fyrir þær sögusagnir en forsetisráðherra Malaysíu viðurkenndi loksins í gær að óþekkt loftfar hefði komið fram á ratsjá flughersins.
Fyrrverandi forsetisráðherra Malaysíu kennir Boeing um hvarf vélarinnar
Ástralska dagblaðið Sydney Morning Herald greinir frá því að
Mahathir Mohamad, fyrrum forsetisráðherra Malaysíu, hafi sagt að Boeing eigi að taka á sig ábyrgðina fyrir hvarfi vélarinnar
og kennir hann Boeing um þetta dularfulla hvarf.
"Boeing smíðaði þessa flugvél og verður flugvélaframleiðandinn því að koma með útskýringu á því hvernig það sé ekki
hægt að rekja slóð vélarinnar.
Annað hvort er tækninni verulega ábótavant hjá Boeing eða öryggið ekki nægilegt. Ég myndi
ekki vilja ferðast um borð í vélum frá Boeing nema að framleiðandinn geti útskýrt hvernig hægt sé að gera stjórnkerfi
vélarinnar óvirk eða hvernig þau geti brugðist með þessum hætti", sagði Mahathir sem gengdi embætti forsetisráðherra Malaysíu frá
árinu 1981 til ársins 2003.
"Þótt að flugstjóri vélarinnar hafði ætlað sér að fremja sjálfsvíg þá hefði aðstoðarflugmaðurinn eða áhöfnin reynt
að koma í veg fyrir það - En enginn, og ekki einu sinni farþegarnir reyndu að koma í veg fyrir það - Hvarf vélarinnar er Boeing að kenna - hvernig geta þeir framleitt vél sem hverfur með svo auðveldum hætt", bætir Mahathir við.
Verið er að ákveða framhaldið
Sjálfvirki kafbáturinn Bluefin-21 hélt í dag áfram að skanna hafsbotninn á þeim stað í Suður-Indlandshafi þar
sem síðustu hljóðmerkin heyrðust sem talin eru hafa komið frá svörtu kössum vélarinnar en slæmt veður hefur sett strik sinn í reikninginn í þeirri aðgerð.
Rannsóknaraðilar og þeir sem stjórna leitinni eru nú að ráðfæra sig um hvernig best sé að halda leitinni áfram
þar sem svo virðist sem að kortlagning hafsbotnsins sé ekki að skila neinum árangri.
"Við erum stanslaust að ráðfæra okkur við þá alþjóða samstarfsaðila sem taka þátt í leitinni um hvernig
sé best að haga leitinni upp á framhaldið að gera", segir í yfirlýsingu frá samhæfingarmiðstöðinni í Perth í Ástralíu, þaðan
sem leitinni er stjórnað.



16. janúar 2023
|
Engin hefur fundist á lífi eftir að farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-500 fórst skömmu fyrir lendingu er hún var í aðflugi að Pokhara-flugvellinum í Nepal á sunnudagsmorgun.

8. nóvember 2022
|
Flugfélagið Emirates hefur lagt inn pötnun í fimm Boeing 777F fraktþotur að andvirði 1.7 milljarða Bandaríkjadala sem samsvarar 249 milljörðum króna samkvæmt listaverði.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.