flugfréttir
Leit úr lofti verður hætt - Neðansjávarleit verður aukin
- "Mjög ólíklegt" að nokkuð brak eigi eftir að finnast

Tony Abbott, forsetisráðherra Ástralíu á blaðamannafundi í morgun í Canberra
Tony Abbott, forsetisráðherra Ástralíu, tilkynnti í dag að leit að malasísku farþegaþotunni úr lofti yrði hætt en flugvélar hafa nú leitað vélarinnar frá fyrsta degi frá því hún hvarf fyrir 52 dögum síðan.
Abbott hélt blaðamannafund í Canberra, höfuðborg Ástralíu í morgun, þar sem hann sagði m.a. að mjög ósennilegt væri
að eitthvað brak myndi finnast og væri það sennilega löngu búið að sökkva. Þá verður einnig leit að braki á sjó með skipum einnig hætt.
Sú breyting verður gerð í leitinni að leit með flugvélum verður hætt og neðansjávarleit verður aukin til muna þar
sem leit á hafsbotni mun fara fram á mun stærra svæði og verða m.a. verktakar og einkafyrirtæki fengin til þess að taka
þátt í þeirri leit en það gæti þó tekið einhverjar vikur að undirbúa þá aðila og koma þeim í verkið.
"Við munum leita á öllu svæðinu og þetta mun greinilega taka allt að 6 til 8 mánuði en fer þó mikið eftir veðri og hverskonar
búnaður verður fyrir valinu", sagði Abbott.
Gert er ráð fyrir að notast verði við tæki á borð við sónarbúnað sem verður dregin eftir skipum sem skannar hafsbotninn
á öllu því svæði sem kemur til greina sem mögulegur brotlendingarstaður en það svæði spannar 56 þúsund ferkílómetra.
"Ég vill að fjölskyldurnar viti, og heimurinn og allir að Ástralía mun halda áfram að gera allt sem mögulega í okkar valdi
stendur til að leysa þessa ráðgátu um týndu flugvélina - Flugvélin getur ekki horfið - hún er einhversstaðar", sagði Abbott.


29. október 2019
|
Flugmálayfirvöld í Kenýa hafa hafið rannsókn á starfsemi flugfélagsins Silverstone Air Service í kjölfar fjölda atvika sem hafa átt sér stað hjá félaginu í þessum mánuði.

1. nóvember 2019
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) munu á næstu dögum tilkynna nýja reglugerð sem mun leyfa þeim flugmönnum, sem sprauta sig við sykursýki, að sækja um að heilbrigðisvottorð til atvinnuflugs.

25. september 2019
|
Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi hefur greint frá mjög alvarlegu atviki sem átti sér stað á Englandi þegar tvær Cessna 208 Caravan flugvélar fóru mjög nálægt hvor annarri en vélarnar voru báðar

13. desember 2019
|
Ástralska flugfélagið Qantas hefur valið Airbus A350-1000 þotuna sem þann flugvélakost sem verður fyrir valinu fyrir „Sólarupprásarverkefnið“ (Project Sunrise) sem miðar af því að bjóða farþegum upp

12. desember 2019
|
Southwest Airlines hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabótagreiðslu vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX þotunum.

12. desember 2019
|
Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

11. desember 2019
|
Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

10. desember 2019
|
Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

10. desember 2019
|
Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

9. desember 2019
|
SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

9. desember 2019
|
SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.