flugfréttir
Leit úr lofti verður hætt - Neðansjávarleit verður aukin
- "Mjög ólíklegt" að nokkuð brak eigi eftir að finnast

Tony Abbott, forsetisráðherra Ástralíu á blaðamannafundi í morgun í Canberra
Tony Abbott, forsetisráðherra Ástralíu, tilkynnti í dag að leit að malasísku farþegaþotunni úr lofti yrði hætt en flugvélar hafa nú leitað vélarinnar frá fyrsta degi frá því hún hvarf fyrir 52 dögum síðan.
Abbott hélt blaðamannafund í Canberra, höfuðborg Ástralíu í morgun, þar sem hann sagði m.a. að mjög ósennilegt væri
að eitthvað brak myndi finnast og væri það sennilega löngu búið að sökkva. Þá verður einnig leit að braki á sjó með skipum einnig hætt.
Sú breyting verður gerð í leitinni að leit með flugvélum verður hætt og neðansjávarleit verður aukin til muna þar
sem leit á hafsbotni mun fara fram á mun stærra svæði og verða m.a. verktakar og einkafyrirtæki fengin til þess að taka
þátt í þeirri leit en það gæti þó tekið einhverjar vikur að undirbúa þá aðila og koma þeim í verkið.
"Við munum leita á öllu svæðinu og þetta mun greinilega taka allt að 6 til 8 mánuði en fer þó mikið eftir veðri og hverskonar
búnaður verður fyrir valinu", sagði Abbott.
Gert er ráð fyrir að notast verði við tæki á borð við sónarbúnað sem verður dregin eftir skipum sem skannar hafsbotninn
á öllu því svæði sem kemur til greina sem mögulegur brotlendingarstaður en það svæði spannar 56 þúsund ferkílómetra.
"Ég vill að fjölskyldurnar viti, og heimurinn og allir að Ástralía mun halda áfram að gera allt sem mögulega í okkar valdi
stendur til að leysa þessa ráðgátu um týndu flugvélina - Flugvélin getur ekki horfið - hún er einhversstaðar", sagði Abbott.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.