flugfréttir

Ástralskt einkafyrirtæki telur sig hafa fundið flak af farþegaþotu í Bengalflóa

- Notuðu segulómun til að skima eftir efnasamböndum í sjónum

30. apríl 2014

|

Frétt skrifuð kl. 00:48

Myndir sem gerðar eru úr upplýsingum úr rannsókninni þar sem geislaaðerð var beitt til að skynja efnasambönd í sjónum

Ástralskt einkafyrirtæki, sem starfar á sviði landafræðirannsókna, segist hafa fundið flak af farþegaþotu í Bengalflóanum milli Búrma og Indlands sem mögulega gæti verið flakið af malasísku farþegaþotunni.

Fyrirtækið, GeoResonance, sem hefur höfuðstöðvar í Adelaide, telur að vel sé þess virði að rannsaka umrætt flak en staðsetningin er þó fjarri þeim stað þar sem leitin hefur farið fram í Suður-Indlandshafi síðustu vikur en kemur samt heim og saman miðað við þá stefnu sem vélin flaug er hún sást seinast á ratsjá malasíska hersins, áður en hún átti að hafa tekið beyjuna til suður niður Indlandshafið.

Samhæfingarmiðstöð leitarinnar í Perth í Ástralíu er ósammála yfirlýsingu fyrirtækisins GeoResonance og segir talsmaður miðstöðvarinnar að leitin muni halda áfram á þeim stað þar sem leitar er nú samkvæmt áætlun.

"Við erum ekki að segja að við séum vissir um að þetta sé flug MH370 en við teljum að yfirvöld eigi að skoða þennan stað", sagði David Pope, yfirmaður GeoResonance í viðtali við fréttastöðina Channel 7 News.

Fyrirtækið notaði sérstaka geislaefnaaðferð með kjarnorkusegulómun sem skimar með fjarlægri skynjun eftir þeim efnasamböndum og þ.á.m. þeim efnum sem Boeing 777 farþegaþotan er smíðuð úr en aðgerðin fram á 2 milljón ferkílómetra svæði á Bengalflóanum og fram komu á einum stað efni í sjónum sem samanstóðu af áli, títaníum, kopar og koltrefjaplasi ásamt leifum af þotueldsneyti.

GeoResonance bar saman tvær gervitunglamyndir sem teknar voru á sama stað, fyrir og eftir hvarf vélarinnar, (þann 5. og 10. mars) og kom í ljós mismunur sem gæti bent til þess að um slysstað sé að ræða en staðsetningin er um 190 kílómetra suður af Bangladesh.

Eru hissa hversu áhugalaus yfirvöld eru gagnvart þessum upplýsingum

Hishammuddin Hussein, samgönguráðherra Malaysíu, sagði að yfirvöld í Kína og í Ástralíu væru kunnug um þessa yfirlýsingu og væri verið að vinna að því að kanna áreiðanleika þessara heimilda.

GeoResonance sagði að fyrirtækið hefði byrjað að leita að vélinni löngu áður en leitin hófst í Suður-Indlandshafi og hafi eina hvattningin verið í þeim tilgangi að hjálpa aðstandendum og fjölskyldum sem áttu ættingja um borð í vélinni.

"Við vissum að við höfðum yfir að ráða þeim búnaði sem nýtist vel í svona leit", segir í yfirlýsingu frá GeoResonance en fyrirtækið sagði að það hefði gefið rannsóknaraðilum frumskýrslu með niðurstöðum þann 31. mars og varð fyrirtækið mjög hissa yfir því hversu áhugalausar undirtektirnar voru.

David Pope segir að upphaflega stóð til að gera niðurstöðurnar ekki opinberlegar og koma þeim frekar áleiðis til rannsóknaraðila en eftir að í ljós kom hversu áhugalaus stjórnvöld voru þá var ákveðið að fara þá leið að birta þær í fjölmiðlum í von um að upplýsingarnar séu teknar alvarlega.

Hvaða tækni er GeoResonance að nota?

GeoResonance sérhæfir sig í landfræðirannsóknum og hefur fyrirtækið m.a. notað kjarnorkusegulómun til að leita eftir efnum í jörðinni á borð við olíu, vatni, úraníum og jafnvel demöntum.

Tækniaðferðin sem fyrirtækið notar var upphaflega notuð af Sovíetríkjunum til að skima eftir kjarnorkuvopnum neðansjávar eða í neðanjarðarbirgjum.

Fyrir utan að leita að náttúruauðlindum hefur fyrirtækið einnig notað þessa tækni til að leita að öðrum hlutum á borð við niðurgrafnar byggingar, hluti sem eru undir jörðu og einnig nýtist hún við leit að skipum eða flugvélum.

"Það sem við gerum er að við leitum eftir kjarna atóma, kopar eða nikkel og þessvegna vissum við að við höfðum yfir að ráða tækni til að leita að flugvél", segir David Pope hjá GeoResonance.

"Við byrjuðum að skima eftir áli en 70 prósent af flugvélinni er úr því efni - þegar við náðum að greina það þá var skimað eftir títaníumi, svo kopar, stáli, nikkeli, járni og krómi - Það sem þessar myndir eru að sýna gæti verið sennilega flak af flugvél".







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga