flugfréttir
Frumskýrsla um hvarf flugs MH370 birt opinberlega
- 4 klukkustundir liðu frá því vélin hvarf og þar til leit hófst að vélinni

Yfirvöld í Malaysíu birtu í dag 5 blaðsíðna frumskýrslu um hvarf vélarinnar
Yfirvöld í Malaysíu birtu í dag loksins þá skýrslu sem beðið hefur verið eftir um hvarf malasísku farþegaþotunnar, sem leitað hefur verið að í tæpar 8 vikur.
Í skýrslunni kemur m.a. fram að malasísk stjórnvöld var ekki tikynnt um hvarfið fyrr en 17 mínútum eftir að vélin
hvarf af ratsjá hjá flugumfeðrarstjórum og 4 klukkustundir liðu þar til leit hófst að vélinni.
Skýrslan, sem dagsett er þann 9. apríl, er aðeins 5 blaðsíður og inniheldur að mestu upplýsingar um hvarfið sem áður
hafa komið fram.
Fyrsta blaðsíða skýrslunar inniheldur grunnupplýsingar um vélina (9M-MRO) ásamt tækniupplýsingum, dagsetningum
og fjölda farþega og áhafnarmeðlima.
Blaðsíða nr. 2 segir frá hvaða hópar og frá hvaða stofnunum hafa komið að rannsókninni, bls. 3 rekur atburðarásina, fjórða blaðsíðan
segir frá þeirri leit sem hefur farið fram og fimmta blaðsíðan inniheldur ábendingar um öryggisþætti sem flugmálayfirvöld í heiminum
ættu að skoða og yfirfara betur.
"Það hafa nú átt sér stað tvö atvik sl. 5 ár þar sem stór farþegaþota hefur horfið og ekki hefur verið vitað um
seinustu staðsetningu sem hefur orsakað viðamiklaleit", kemur fram í skýrslunni og er vitnað í flug MH370 og
Air France flugslyssins árið 2009.
Upptaka birt af samtölum milli flugmanna og flugumferðarstjórnar og listi yfir frakt um borð
Þá voru einnig gerð opinber í fyrsta sinn upptaka af samtali milli flugmannana tveggja, Zaharie Ahmad Shah og Fariq Abdul Hamid, við flugumferðarstjórn
og má hlusta á samtölin sem áttu sér stað að síðustu orðasamskiptunum áður en vélin hvarf.
Myndband:
Einnig var birtur listi yfir þá frakt sem var um borð í vélinni en meðal þess varnings sem vélin var að flytja
var mikið magn af mangósteinum og lithium-ion rafhlöðum sem vöktu upp spurningar fyrir nokkrum vikum síðan
um hvort að rafhlöðurnar hefðu ollið eldsvoða sem kynni að hafa grandað vélinni.
Hinsvegar kom í ljós að farmbréfin fyrir rafhlöðunum fengu stimpil með vottun um að gengið hafi verið frá þeim
í samræmi við reglugerðir frá Alþjóðasamtökum flugfélaganna (IATA).
Þá hefur flugfélagið Malaysia Airlines sagt að stuðningsaðstaða á hótelum verði brátt lokað en þar hafa ættingjar
og aðstandendur fengið fría gistingu á kostnað flugfélagsins og einnig hafa þeir þar hisst til að fá upplýsingar um hvarf vélarinnar og hlýtt á blaðamannafundi.
Skýrslan í heild sinni


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.