flugfréttir
Hljóðupptökur sem birtar voru í gær gætu hafa verið breytt og klipptar til
- Sérfræðingar í hljóðvinnslu benda einnig á furðuleg hljóð í bakgrunni

Malasísk yfirvöld birtu í gær í fyrsta sinn upptökur með samtali flugmanna og flugumferðarstjóra
Möguleiki er á því að þær hljóðupptökur sem gerðar voru opinberar í gær, sem innihalda samtöl flugmannana tveggja um borð í malasísku farþegaþotunni við flugumferðarstjóra, hafi verið breytt og klipptar til áður en þær voru birtar.
Þetta segja nokkrir sérfræðingar ef marka má frétt NBC News sem starfa við hljóðvinnslu en eftir að hafa skoðað hljóðskrárnar, sem malasísk yfirvöld
birtu í gær ásamt frumskýrslu um hvarf flugs MH370, þá segja þeir að margt líti út fyrir að upptökurnar séu teknar
upp á mismunandi hljóðrásum og segja þeir að á fjórum stöðum komi áberandi hökkt sem bendir til að þess að þar
hafi upptökurnar verið klipptar saman.
Ed Primeau, hefur starfað við rannsóknir á hljóðupptökum vegna dómsmála, en hann segir að bæði í byrjun og í endanum á upptökunni
með samskiptum flugmannana við flugumferðarstjóra, séu hljóðgæði mjög fín og með litlu magni af bakgrunnshljóðum, en á öðrum stöðum er um allt önnur gæði að ræða.
Telja að hljóðupptökutæki hafi verið látið taka upp afspilun frá hátalara
"Eftir eina mínútu og 14 sekúndur í upptökunni þá breytast hljóðgæðin og myndi ég giska á að það sé verið
að taka upp hljóð með upptökutæki sem er önnur afspilun úr hátalara - Það er soldið stórt mál því það er það fyrsta sem við tökum
eftir þegar verið er að falsa mikilvægar hljóðupptökur", segir Ed.
"Á öðrum stað í upptökunni sem vekur einnig upp spurningar er á mínútu 2:06 - Þar greini ég hljóð eins og
það komi frá herbergi og þar heyrist að það er verið að loka skjalaskáp. Þannig að ég tel að frá mínútu 1:14 til
2:15 sé fölsuð upptaka þar sem upptökutæki hefur verið haldið uppi að hátalara".
Kent Gibson, hljóðsérfræðingur hjá Forensic Audio í Los Angeles, sem sérhæfir sig í að greina falsaðar upptökur, tekur í sama streng og segir að upptakan sé klippt til eins og upptökutæki er haldið upp að hátalara.
"Það má heyra í upptökunni, á mínútu 4:15, að það er verið að fletta blaðsíðum". Þótt það sé ekki óalgengt að gæði
í upptökum breytist þegar verið er að skipta á milli upptöku frá samtali flugmanns og flugumferðarstjóra, þá nær það ekki að
útskýra þau bakgrunnshljóð og þá dularfulli staði í upptökunni þar sem klippt hefur verið á.
Gibson segir að hugsanlega er möguleiki á þvi að Malaysia Airlines hafi breytt upptökunni áður en hún var birt
ef flugfélagið sé að fela eitthvað sem flugmennirnir sögðu sem Malaysia Airlines vill ekki að sé gert opinbert.
Tom Owen, forstjóri hjá American Board of Recorded Evidence, segir að nefndin ætli að rannsaka upptökuna, þótt ekki sé endilega víst að um falsaða hluta af upptökunni sé að ræða.
Hljóðupptakan sem birt var í gær:


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.