flugfréttir
Einn af hverjum 10 telur að geimverur hafi tekið vélina
- CNN gerði könnun á skoðun fólks um hvað varð af flugi MH370

52 prósent Bandaríkjamanna telja að við munum komast að því hvað varð um flug MH370
Í nýlegri könnun sem gerð var vestanhafs hefur komið m.a. í ljós að 9% Bandaríkjamanna telja að geimverur hafi numið malasíku farþegaþotuna á brott en fréttastöðin CNN gerði skoðanakönnun þar sem almenningur í landinu var spurður um hvað þeir telja að hafi orðið af vélinni.
79 prósent Bandaríkjamanna telja að það séu allir látnir sem voru um borð í vélinni meðan 21% telur að allir
séu enn á lífi.
52% telur að vélin muni finnast á meðan 46 prósent svöruðu að svarið við ráðgátunni muni aldrei koma í ljós og 57%
töldu að hvarfið tengist hryðjuverkum og aðeins 26% Bandaríkjamanna telja að malasísk stjórnvöld séu að standa sig vél
í rannsókninni á hvarfi vélarinnar.
Á morgun verður hafist handa við að endurskoða allar þær upplýsingar sem búið er að afla um hvarf vélarinnar og er þar
með talið útreikningar úr gervitunglinu Inmarsat-3, upplýsingar úr frumratsjá malasíska flughersins auk þeirra upplýsinga
sem fengust er hljóðmerki greindust úr sjónum sem talin eru hafa komið frá svörtu kössunum.
Á morgun eru upp á dag 2 mánuðir síðan að vélin hvarf en engar sannanir hafa enn fundist um hvort að vélin
hafi farist á sjó eða landi og eru skiptar skoðanir manna á því hvort um slys hafi verið að ræða
eða hvort að henni hafi verið rænt.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.