flugfréttir
Sikorsky frumsýnir CH-53K King Stallion
Þyrlan getur lyft þrisvar sinnum meiri þyngd en fyrirrennari hennar
Sikorsky-þyrluframleiðandinn hefur rúllað út fyrstu CH-53K King Stallion, sem er ný þyrla sem getur lyft mjög mikillri þyngd en þyrlan var frumsýnd að viðstöddum gestum í verksmiðjunum í West Palm Beach í Flórída.
Þyrlan mun nýtast mjög vel fyrir sjóhernað og strandgæslu þar sem hún mun geta lyft og borið hátt í 40 tonn
sem er þreföld þyngd en CH-53E, sú þyrla sem hún leysir af hólmi, sem getur mest borið um 12 tonn.
Þyrlan er gerð úr léttari, samsettum efnum og með nýjum mótor og fly-by-wire stjórnbúnaði, getur þyrlan flutt mun meiri
þyngd og einnig flogið bæði með farþega og þungavarning í land frá skipum og einnig mun flug yfir há landssvæði og fjöll taka mun styttri tíma og verða mun hagkvæmara.
Þyrlan kemur með þremur 7,500 hestafla GE Aviation T408 hreyflum sem eru 57% öflugri og 20 prósent sparneytnari en
hreyflarnir á CH-53E þyrlunni auk þess sem T64 spaðamótorinn er sá hátæknilegasti sem Sikorsky hefur framleitt með blöðum sem
eru 10 metrar á lengd og 90 sentimetrar á breidd.
Þyrlan mun koma á markað árið 2019 og er áætlað að smíða a.m.k. 200 eintök fyrir bandaríska sjóherinn.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.