flugfréttir

Næsta lota í leitinni að MH370 verður krefjandi

- Viðræður standa yfir við einkafyrirtæki um sérhæfðan búnað til leitarinnar

15. maí 2014

|

Frétt skrifuð kl. 14:16

10 vikur eru í dag síðan að malasíska farþegaþotan hvarf

Blaðamannafundi lauk í dag þar sem farið var yfir stöðuna i leitinni að malasísku farþegaþotunn en þar sagði malasíski samgönguráðherran, Hishammuddin Hussein, að Malaysía myndi efla samstarf sitt við Ástralíu og Kína og verði lögð öll áhersla á að leitin mun halda áfram eins lengi og þörf krefur í næstu lotu sem tekur núna við.

Leitin mun taka á sig nýja mynd þar sem eingöngu verður leitað neðansjávar og verður ekki leitarð neitt á sjó eða úr lofti. Verið er að ræða við einkaaðila sem fengnir verða til að aðstoða við leitina með sérhæfðari og öflugri búnaði til að kortleggja hafsbotninn í Suður-Indlandshafi en sjálfvirka kafbátavélmennið Bluefin-21 nær ekki að fara dýpra en niður á 4.500 metra dýpi.

Ákveðið hefur verið þjóðirnar þrjár sem koma að leitinni, Kína, Malaysía og Ástralía, munu halda vikulega símablaðamannafundi sem verður sjónvarpað með aðstoð frá gervitungli og verður sá fyrstu haldinn mánudaginn 19. maí en flestir farþegar um borð í vélinni voru frá Kína, vélin var frá Malaysíu og Ástralía kemur að leitinni þar sem talið er að vélin hafi farist langt undan ströndum landsins í Indlandshafi.

"Við erum komin inn á nýtt stig í leitinni þar sem nýjar og erfiðar áskoranir munu mæta okkur sem við munum ná að yfirstíga í sameiningu sem þrjár þjóðir", sagði Hishammuddin Hussein.

Hishammuddin Hussein, samgönguráðherra Malaysíu, sagði á
blaðamannafundi í dag að ekkert verði gefið eftir í næstu lotu í leitinni
að vélinni

"Búnaður á borð við sjálfvirka kafbáta og draganlegan sónarbúnað er mjög dýrir í notkun og því er möguleiki á að fyrirtæki í öðrum löndum hafi yfir að ráða búnað sem hentar betur í leitinni", sagði Hussein en viðræður standa yfir við einkafyrirtæki á borð við Petronas, Sapura Kencana, Boustead og DEFTECH.

Ástralía telur að næsta lota í leitinni gæti kostað um 7 milljarða króna en ekki er enn vitað hver mun koma til með að greiða þá upphæð en hingað til hefur hvert land þurft að greiða sinn eigin kostnað. Enn er ekki búið að birta heildarkostnað leitarinnar en komið hefur fram að leitin er orðin sú dýrasta í sögunni.

Varahlutir í Bluefin-21 á leiðinni frá Bretlandi til Ástralíu

Bluefin-21 hífður úr sjónum um borð í skipið Ocean Shield

Verið er að bíða eftir varahlutum í sjálfvirka kafbátarvélmennið Bluefin-21 sem bilaði í gær en verið er að senda varahlut frá Bretlandi til Ástralíu og er gert ráð fyrir að varahluturinn verði komin til Western Australia á sunnudag en þá á eftir að fara með varahlutina út á sjó og um borð í skipið Ocean Shield.

Í gær var greint frá því að leitin hófst að nýju eftir stutt hlé en sl. þriðjudag mætti ástralska skipið Ocean Shield aftur á leitarsvæðið í Suður-Indlandshafi eftir að hafa sótt birgðir til Ástralíu.

Leitin hófst með því að sjálfvirka kafbátavélmennið Bluefin-21 var sent á ný niður á hafsbotn en bilun kom upp í búnaðinum og snéri kafbáturinn við aftur upp á yfirborðið aðeins tvær klukkustundir í sjónum en um er að ræða bilun í samskiptatækjum í búnaðinum sem tengir það við skipið.

Afkoma Malaysia Airlines versnar í kjölfar hvarfsins

Afkoma Malaysia Airlines hefur versnað til muna í kjölfar hvarfs flugs MH370 en tap félagsins á einum árfjórðungi hefur ekki verið eins mikil í 2 ár og verulega hefur dregið úr bókunum með félaginu eftir að Boeing 777 vél félagsins hvarf á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking.

Bókanir hjá Malaysia Airlines hafa dregist verulega saman og 60% færri Kínverjar hafa bókað flug með félaginu

Taprekstur Malaysia Airlilnes nam 15 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins sem 36% meiri taprekstur samanborið við sama tímabil í fyrra þegar tapið nam 9,6 milljörðum króna en rekstur félagsins hefur verið í mínus sl. 3 ár vegna samkeppni frá öðrum flugfélögum í Malaysíu.

Þá hafa bókanir frá Kína dregist saman um 60% en alls voru 152 Kínverjar um borð í vélinni sem hvarf.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga