flugfréttir

Telur að malasísku vélinni hafi verið flogið í átt að sólarupprás

- Af hverju fór neyðarsendirinn (ELT) ekki í gang ef hún brotlenti á sjó?

17. maí 2014

|

Frétt skrifuð kl. 15:26

Fyrrverandi flugstjóri Malaysia Airlines telur mjög sennilegt að þeir sem hafa flogið vélinni hafi flogið í átt að dagrenningu

71 dagur er í dag síðan að malasíska farþegaþotan hvarf á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking en enn eru getgátur uppi um hið dularfulla hvarf.

Samkvæmt fréttamiðlunum The Star Online hefur verið fjallað um hversvegna neyðarsendir ("Emergency Locator Transmitter") vélarinnar fór ekki í gang ef vélin á að hafa farist í sjóinn í Suður-Indlandshafi en slíkir sendar eiga virkjast sjálfkrafa ef þeir komast í snertingu við vatn.

Fyrrverandi flugmaður, sem áður flaug fyrir Malaysia Airlines, sagði að þrátt fyrir að undarlegt sé að neyðarsendirinn hafi ekki farið í gang að þá verði að taka það með inn í reikninginn að mjög miklu máli skiptir hvernig flugvél ferst og hver stefna hennar er og hversu mikið er höggið til að ELT fari í gang.

"Hvernig og hversu öflugt höggið er skiptir máli því þessi búnaður er gerður til að fara ekki í gang ef um harkalega lendingu er að ræða því annars myndu vélar senda falskt neyðarkall", segir Nik Ahmad Huzlan.

Nik Ahmad Huzlan var flugstjóri hjá Malaysia Airlines og þekkti Zahaire
flugstjóra malasíku vélarinnar

Neyðarsendir Air France vélarinnar fór ekki í gang árið 2009

Þess má geta að neyðarsendirinn fór ekki í gang er Airbus A330 vél Air France fórst yfir Atlantshafinu árið 2009. Huzlan segir að þar sem vélin var ekki á miklum hraða er hún skall í sjóinn að þá hafi ELT ekki metið höggið sem það öflugt og því ekki skilgreint að um flugslys var að ræða en talið er að Air France vélin hafi fallið til jarðar á 100 kílómetra hraða á klukkustund.

"Þótt að Air France vélin fórst í sjóinn þá kom aldrei neyðarkall frá sendinum, vélin sökk og engin boð bárust frá ELT. Hinsvegar var það ACARS-búnaðurinn á Air France vélinni ("Aircraft Communications Addressing and Reporting System") sem sendi frá sér boð með upplýsingum um margskonar bilanir og villur eftir að vélin fórst en slökkt hafði verið á þeim búnaði í malasísku flugvélinni.

Neyðarsendir malasísku vélarinnar fór (Emergency Locator Transmitter)
sendi aldrei frá sér boð en hann á að virkjast við
mikið högg og við brotlendingu á vatni

Huzlan segir að neyðarsendirinn (ELT) tengist hinsvegar ekki ACARS-búnaðinum þar sem hann virkar sjálfstætt og gengur fyrir rafhlöðum sem endast í 48 klukkustundir eftir að hann fer í gang en búnaðurinn sendir mun öflugri merki frá sér en þau hljóðmerki sem koma frá svörtu kössunum.

ELT sendir frá sér neyðarmerki á þremur mismunandi tíðnum sem aðrar flugvélar og einnig skip ná að greina en einnig fara boðin til gervitungls sem kemur neyðarkallinu til fjarskiptastöðva, björgunarsveita og yfirvalda sem geta þá hafið leit að vélinni.

"Fyrst er það 243 MHz tíðnin sem skipin nota sem ná að greina neyðarkallið um borð séu þau í grendinni og svo er það 121.5 MHz sem er sú tíðni sem flugvélar styðjast við. Einnig er neyðarkallið sent út á 406 MHz sem eru gervitunglin.

"Lengst sem flugvél getur flotið á vatni eru 5 mínútur"

Hazlan segir að mjög miklar líkur séu á því að flak malasísku farþegaþotunnar gæti verið tiltölulega heilt á hafsbotni ef vélin hefur farist þar eins og talið er.

"Við verðum að átta okkur á því að Boeing 777 er stór vél. Vélin myndi hafa fyllst af vatni sem hefur farið um öll hólf vélarinnar og gleymum því ekki að hreyflarnir eru mjög þungir þannig að vélin er ekki að fara neitt á þeim stað þar sem hún er - það lengsta sem svona vél gæti haldist á floti er mesta lagi í 5 mínútur".

Nik Ahmad Huzlan segir að ef á að endurreikna upplýsingarnar frá gervitungli þá skuli taka með í reikninginn að hver sá sem flaug vélinni, hafi hann ætlar sér að gera brotlendinguna eins velheppnaða og hægt er, þá hljóti sá hinn sami að hafa tekið stefnuna í átt að dagrenningu eða sem væri þá í austurátt.

Telur að vélinni hafi verið flogið til austurs á móti sólarupprás

Þegar vélin hvarf af radar yfir Taílandsflóanum milli Malaysíu og Víetnam var vélin að hefja langt flug inn í nóttina en ef henni var flogið af leið vestur inn á Malacca-sundið og þaðan til suðurs við nyrsta odda Súmötru, og þaðan flogið í nokkrar klukkustundir suður eftir Indlandshafi, þá þýðir það að undir það síðasta hafi verið farið að birta af degi til austurs.

Sólarupprás séð úr stjórnklefa á Boeing 777 vél Austral Airlines

"Ég er að horfa í nokkur atriði varðandi staðsetningu vélarinnar. Í fyrsta lagi er það hversu langt vélin gat flogið m.a.v. það magn að eldsneyti sem var um borð og í öðru lagi er það sólarupprásin því hver sem flaug vélinni þegar fór að birta þá myndi hann sennilega fljúga á móti sól eða birtingu", segir Huzlan.

"Þannig að þar sem birta af sólarupprásinni skar þá slóð, sem var reiknuð út frá þeim fjórum hljóðmerkjum sem greindust úr sjónum, sem talin eru hafa komið frá svörtu kössunum, þar er flak vélarinnar að finna".

"Af hverju að fljúga í áttina á móti sólarupprásinni? - jú þá er yfirborð sjávar sýnilegt og auðveldara að lenda á sjó þegar þú sér yfirborðið".

Stundaði flugnám með Zahaire flugstjóra MH370

Nik Ahmad Huzlan, sem er 55 ára, þekkti flugstjóra malasísku farþegaþotunnar, Zahaire Ahmad Shah, en þeir lærðu flugið saman árið 1979. Huzlan segir að Zahaire hafi verið mjög góður maður, afbragðs flugmaður og mikil félagsvera sem hafði gaman að öllu sem tengdist flugi.

Huzlan sér ekki að flugstjórinn né aðstoðarflugmaðurinn hafi haft neina ástæðu til að bera ábyrgð á hvarfi vélarinnar "Zahaire er á toppi ferilsins, hann á peninga, hann lifir góðu lífi og hefur enga ástæðu til að gera svona - Aðstoðarflugmaðurinn er að hefja feril sinn og eftir 3 - 4 ár verður hann gerður að flugstjóra".

"Þeir hafa sennilega verið með 800 þúsund til 1,1 milljón í laun. Það er mjög góður peningur, getur keypt flott hús, átt nokkra bíla og haft skemmtileg áhugamál".

Huzlan segir að Malaysia Airlines sé mjög öruggt flugfélag og að Boeing 777 vélin sé ein sú öruggasta í heimi - "Konan mín er yfirflugfreyja hjá Malaysia Airlines og hvorki ég né hún óttumst að fljúga með félaginu - Hún er að fljúga í kvöld til Sádí-Arabíu og svo aftur til baka - ég hætti í fluginu því ég byrjaði í fyrirtækjarekstri og gat ekki verið bæði að fljúga og að sinna fyrirtækinu mínu - hún er enn í fluginu og ég myndi ekki leyfa henni það ef það væri eitthvað óöruggt að starfa fyrir Malaysia Airlines".







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga