flugfréttir
Segir að CIA hafi upplýsingar um afdrif vélarinnar
- "Verið að eyða tíma og peningum í að leita að vélinni"
Mahathir Mohamad, fyrrverandi forsetisráðherra Malaysíu
Fyrrverandi forsetisráðherra Malaysíu, Mahathir Mohamad, segist sannfærður um að bandaríska leyniþjónustun (CIA) sé að fela upplýsingar varðandi malasísku farþegaþotuna sem hvarf þann 8. mars.
Þetta kemur fram í bloggfærslu sem Mohamad skrifað um helgina og telur hann að Boeing viti einnig meira um málið. Forsetisráðherran fyrrverandi segir það undarleg ef flugvélar hverfi sporlaust með svo einföldum hætti m.a.v. alla þá tækni sem við búum yfir í dag.
"Flugvélin er einhversstaðar og þessvegna ekki lengur í litum Malaysian Airlines", segir Mohamad sem er 88 ára og gengdi
embætti forsetisráðherra landsins frá 1981 til 2003.
Segir að CIA hafi yfir að ráða tækni til að taka yfir stjórn á farþegaþotu af öryggisástæðum
Mohamad vitnar í grein sem var skrifuð árið 2006 þar sem sagt er að CIA hafi yfir að ráða tækni til að taka yfir stjórn
á farþegþotum með aðstoð frá gervitunglum af öryggisástæðum ef hryðjuverkamenn myndu reyna að ræna flugvél
með því að ryðja sér leið inn í flugstjórnarklefann.
"Af einhverjum ástæðum eru fjölmiðlar ekki að skrifa sem viðkemur CIA og Boeing og vona ég því að fólk
muni lesa mín skrif".
Boeing hefur sagt að flugvélaframleiðandinn hafi staðið við bakið á leitinni að vélinni frá fyrsta degi og sé gert allt sem hægt er til að komast að því hvað varð um vélina.
Mohamad segir að verið sé að eyða tíma og peningum að leita að vélinni
Forsetisráðherrann fyrrverandi segir einnig að verið sé að eyða tíma og peningum í að leita að flakinu á sjónum
þar sem leitin hefur farið fram í Suður-Indlandshafi
"Öll farþegaflug eru raktar með aðstoð frá gervihnöttum með upplýsingum um staðsetningu, áfangastað, flughæð, stefnu
og farflugshraða. Þessi vél var smíðuð af Boeing og þeir ættu að tryggja að svona geti ekki gerst og ef það er hægt
þá ætti Boeing að vita hvernig þetta gat gerst þar sem staðsetning vélarinnar er stór hluti af örygginu í flugi", segir Mohamad.
Stjórnvöld í Malaysíu, Ástralíu og í Kína ræddu um helgina um framhald leitarinnar sem hófst að nýju eftir stutt hlé í síðustu viku
en bilun kom upp á fyrsta degi í lotu tvö í sjálfvirka kafbátavélmenninu Bluefin-21 og hefur verið beðið eftir varahlutum
sem komu í dag til Ástralíu frá Bretlandi.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.