flugfréttir
Talið að hljóðmerkin hafi eftir allt saman ekki komið frá svörtu kössunum
- Bluefin-21 lauk leit í dag - Allt að tveggja mánaða hlé tekur við
Í dag var síðasti dagurinn sem leitað var af malasískuf farþegaþotunni með Bluefin-21 en tveir mánuðir gætu liðið þar til lota 2 hefst
Leitin að malasísku farþegaþotunni er lokið í bili með sjálfvirka kafbátavélmenninu Bluefin-21 sem lauk sínum síðasta degi í dag í kortlagningu á hafsbotninum á svæðinu vestur af Ástralíu samkvæmt leitarskipulagi.
Næsta skref er að finna einkafyrirtæki til að taka að sér mun háþróaðri leit á hafsbotninum en talið er að það gæti tekið
nokkrar vikur eða jafnvel mánuði þar til búið verður að hafa upp á rétta aðilanum til að taka að sér verkið og þá á
einnig eftir að semja um verð og undirbúa þá leitarlotu.
Svörtu kassarnir hefðu komið í leitirnar hefðu hljóðmerkin komið frá þeim
Á sama tíma greindi Michael Dean, sjávarverkfræðingur innan bandaríska sjóhersins, frá því í viðtali við CNN að nú sé talið að þau hljóðmerki sem
greindust í apríl í sjónum í Suður-Indlandshafi hafi ekki komið frá svörtu kössum vélarinnar sem bendi til að allan tímann hafi verið leitað á röngu svæði.
Þrátt fyrir að ekki sé hægt að útiloka möguleikan að hljóðmerkin ("pings"), sem ástralska skipið Ocean Shield
greindi með leitarbúnaðinum Towed Ping Locator, hafi verið frá flugritum vélarinnar þá segir Dean að ef svo hefði
verið að þá væri búið að finna flakið og svarta kassann.
Michael Dean, hjá bandaríska sjóhernum, segir að þær þjóðir, sem hafa
tekið þátt í leitinni, séu sammála að hljóðmerkin hafi ekki komið frá
svörtu kössum vélarinnar
"Miðað við allar þær upplýsingar sem við höfðum og rýndum í - ef flugritinn hefði verið á þessu svæði þá værum við
búnir að finna hann", segir Dean sem telur að hljóðmerkin hafi komið frá skipinu sjálfu, Ocean Shield, sem dró búnaðinn eða frá
öðru skipi á svæðinu.
Angus Houston, yfirmaður leitarinnar, og Tony Abbott, forsetisráðherra Ástralíu, hafa frá því leitin hófst lýst því yfir
að hljóðmerkin sem greindust séu sterkustu vísbendingarnar sem hafa verið þungamiðjan í leitinni.
Michael Dean, sagði í viðtali á CNN að svo sé ekki lengur í pottinn búið og séu aðrar þjóðir, sem taka þátt í leitinni, einnig
á sama máli.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.