flugfréttir
Talið að hljóðmerkin hafi eftir allt saman ekki komið frá svörtu kössunum
- Bluefin-21 lauk leit í dag - Allt að tveggja mánaða hlé tekur við

Í dag var síðasti dagurinn sem leitað var af malasískuf farþegaþotunni með Bluefin-21 en tveir mánuðir gætu liðið þar til lota 2 hefst
Leitin að malasísku farþegaþotunni er lokið í bili með sjálfvirka kafbátavélmenninu Bluefin-21 sem lauk sínum síðasta degi í dag í kortlagningu á hafsbotninum á svæðinu vestur af Ástralíu samkvæmt leitarskipulagi.
Næsta skref er að finna einkafyrirtæki til að taka að sér mun háþróaðri leit á hafsbotninum en talið er að það gæti tekið
nokkrar vikur eða jafnvel mánuði þar til búið verður að hafa upp á rétta aðilanum til að taka að sér verkið og þá á
einnig eftir að semja um verð og undirbúa þá leitarlotu.
Svörtu kassarnir hefðu komið í leitirnar hefðu hljóðmerkin komið frá þeim
Á sama tíma greindi Michael Dean, sjávarverkfræðingur innan bandaríska sjóhersins, frá því í viðtali við CNN að nú sé talið að þau hljóðmerki sem
greindust í apríl í sjónum í Suður-Indlandshafi hafi ekki komið frá svörtu kössum vélarinnar sem bendi til að allan tímann hafi verið leitað á röngu svæði.
Þrátt fyrir að ekki sé hægt að útiloka möguleikan að hljóðmerkin ("pings"), sem ástralska skipið Ocean Shield
greindi með leitarbúnaðinum Towed Ping Locator, hafi verið frá flugritum vélarinnar þá segir Dean að ef svo hefði
verið að þá væri búið að finna flakið og svarta kassann.

Michael Dean, hjá bandaríska sjóhernum, segir að þær þjóðir, sem hafa
tekið þátt í leitinni, séu sammála að hljóðmerkin hafi ekki komið frá
svörtu kössum vélarinnar
"Miðað við allar þær upplýsingar sem við höfðum og rýndum í - ef flugritinn hefði verið á þessu svæði þá værum við
búnir að finna hann", segir Dean sem telur að hljóðmerkin hafi komið frá skipinu sjálfu, Ocean Shield, sem dró búnaðinn eða frá
öðru skipi á svæðinu.
Angus Houston, yfirmaður leitarinnar, og Tony Abbott, forsetisráðherra Ástralíu, hafa frá því leitin hófst lýst því yfir
að hljóðmerkin sem greindust séu sterkustu vísbendingarnar sem hafa verið þungamiðjan í leitinni.
Michael Dean, sagði í viðtali á CNN að svo sé ekki lengur í pottinn búið og séu aðrar þjóðir, sem taka þátt í leitinni, einnig
á sama máli.



8. nóvember 2022
|
Flugfélagið Emirates hefur lagt inn pötnun í fimm Boeing 777F fraktþotur að andvirði 1.7 milljarða Bandaríkjadala sem samsvarar 249 milljörðum króna samkvæmt listaverði.

28. nóvember 2022
|
Verkfall er yfirvofandi hjá Air Greenland en ef samningar nást ekki við flugfreyjur og flugþjóna félagsins mun verkfall að öllu óbreyttu skella á næstkomandi föstudag.

18. janúar 2023
|
Lufthansa Group hefur fallist á að kaupa hlut í ítalska flugfélaginu ITA Airways og hefur flugfélagasamsteypan gert tilboð með það markmið að eignast síðar fullan hlut í flugfélaginu ítalska.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.