flugfréttir
Svæðið í S-Indlandshafi afskrifað - Hlé gert á leit fram í ágúst
- Verið að finna rétta fyrirtækið til að taka þátt í næstu lotu
Hlé verður gert á formlegri neðansjávarleit að malasísku farþegaþotunni fram í ágúst
Efast er um að malasíska farþegaþotan hafi farist á því því svæði sem leit hefur staðið yfir með sjálfvirka kafbátavélmennið Bluefin-21 en leit á hafsbotni lauk formlega í gær eftir að lokið var við að kemba svæðið og er ástralska skipið Ocean Shield nú á leið í land til Ástralíu.
Leitin með Bluefin-21 hófst þann 15. apríl sl. og hefur kafbáturinn kortlagt 850 ferkílómetra svæði eftir að fjórum sinnum
heyrðust hljóðmerki úr sjónum í apríl en leitarsvæðið kom einnig heim og saman við útreikninga á upplýsingum úr
gervitunglinu Inmarsat sem meðtók síðustu merkin frá flugi MH370.
Hljóðmerkin, sem voru taldar sterkustu vísbendingarnar í leitinni, hafa nú verið afskrifaðar og er talið að eftir allt
saman hafi hljóðin ekki komið frá svörtu kössum vélarinnar.
Leitin með Bluefin-21 skilaði engum árangri þrátt fyrir sex vikna leit
Áströlsk yfirvöld hafa nú afskrifað svæðið þar sem Bluefin-21 hefur leitað síðustu sex vikur þrátt fyrir að ástralski forsetisráðherrann
og Angus Houston, yfirmaður leitarinnar, voru mjög sannfærðir að hringurinn utan um flak vélarinnar væri farinn að þrengjast.
Næstu skref
Næsta skref í leitinni er að finna fyrirtæki sem hefur yfir að ráða mun öflugri leitarbúnað svo næsta lota geti hafist en talið
er að það muni taka nokkrar vikur þar sem enn á eftir að finna rétta aðilann auk þess sem það mun taka tíma að undirbúa
þá leit, semja um verð og fara aftur út á hafsvæðið.
Næsta lota í leitinni mun að öllum líkindum ekki hefjast fyrr en í ágúst en þegar hún hefst verður byrjað á því að kortleggja
hafsbotninn á öðrum svæðum sem koma til greina í Suður-Indlandshafi. Kínverska skipið Zhu Kezhen hefur þó
þegar hafið kortlagningu á hafsbotninum þrátt fyrir að hlé verður gert á formlegri leit í tvo mánuði.
Á meðan leitað verður að rétta fyrirtækinu til að taka þátt í næstu lotu sem hefst í ágúst munu sérfræðingar og rannsóknaraðilar
rannsaka gervitunglaupplýsingarnar upp á nýtt og reyna gera nákvæmari útreikninga á því hvert vélin flaug og hvar hún
fórst í sjóinn.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.