flugfréttir
Ástralía gerir samning við Fugro um leit að MH370
Fugro mun hefja leit að malasísku farþegaþotunni í ágúst
Áströlsk stjórnvöld hafa gert samning við einkafyrirtækið Fugro Survey Pty Ltd. sem mun taka að sér leit að malasísku farþegaþotunni með því að kortleggja hafsbotninn á ákveðnum leitarsvæðum í Suður-Indlandshafi.
Fugro mun notast við dýptarmælingar sem munu skila myndrænum niðurstöðum af hafsbotninum með liti
sem skilgreina dýpt og samsetningu á efnum sjávarbotnsins á allt að 6.000 metra dýpi.
Samhæfingarstöðin í Perth, þaðan sem leitinni hefur verið stjórnað, segir að ef allt gengur eftir áætlun mun Fugro
hefja leitaraðgerðir í ágúst.
Fugro mun notast við skipið MV Fugro Equator sem er útbúið djúpsjávarmælum sem munu gefa frá sér bylgjur
og út frá endurkasti þeirra verður hægt að fá greinargóða mynd af hafsbotninum en þær upplýsingar verða
sendar til rannsóknarnefndar flugslysa í Ástralíu.
Þá mun kínverska skipið Zhu Kezhen aðstoða MV Fugro Equador við leitina og munu skipin tvö fá þrjá mánuði
til að ljúka þeirri leit á svæði sem telur 60 þúsund ferkílómetra.
Einnig er enn óskað eftir fleiri aðilum til að aðstoða við leitina gegnum útboð sem birt var á Netinu og hafa einkafyrirtæki
frest til 30. júní til að sækja um.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.