flugfréttir
Ástralía gerir samning við Fugro um leit að MH370

Fugro mun hefja leit að malasísku farþegaþotunni í ágúst
Áströlsk stjórnvöld hafa gert samning við einkafyrirtækið Fugro Survey Pty Ltd. sem mun taka að sér leit að malasísku farþegaþotunni með því að kortleggja hafsbotninn á ákveðnum leitarsvæðum í Suður-Indlandshafi.
Fugro mun notast við dýptarmælingar sem munu skila myndrænum niðurstöðum af hafsbotninum með liti
sem skilgreina dýpt og samsetningu á efnum sjávarbotnsins á allt að 6.000 metra dýpi.
Samhæfingarstöðin í Perth, þaðan sem leitinni hefur verið stjórnað, segir að ef allt gengur eftir áætlun mun Fugro
hefja leitaraðgerðir í ágúst.
Fugro mun notast við skipið MV Fugro Equator sem er útbúið djúpsjávarmælum sem munu gefa frá sér bylgjur
og út frá endurkasti þeirra verður hægt að fá greinargóða mynd af hafsbotninum en þær upplýsingar verða
sendar til rannsóknarnefndar flugslysa í Ástralíu.
Þá mun kínverska skipið Zhu Kezhen aðstoða MV Fugro Equador við leitina og munu skipin tvö fá þrjá mánuði
til að ljúka þeirri leit á svæði sem telur 60 þúsund ferkílómetra.
Einnig er enn óskað eftir fleiri aðilum til að aðstoða við leitina gegnum útboð sem birt var á Netinu og hafa einkafyrirtæki
frest til 30. júní til að sækja um.


13. nóvember 2019
|
BelugaXL, nýja flutningaflugvél Airbus, hefur fengið flughæfnisvottun frá evrópskum flugmálayfirvöldum (EASA) en 16 mánuðir eru frá því að fyrsta BelugaXL þotan flaug sitt fyrsta flug.

15. október 2019
|
Framkvæmdarstjórn Evrópsambandsins hefur gefið grænt ljós fyrir láni frá þýska ríkinu upp á 52 milljarða króna til þýska flugfélagsins Condor.

4. desember 2019
|
United Airlines hefur langt inn stóra pöntun í 50 farþegaþotur frá Airbus af gerðinni Airbus A321XLR að andvirði 7 milljarða bandaríkjadala sem jafngildir 853 milljörðum króna.

11. desember 2019
|
Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

10. desember 2019
|
Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

10. desember 2019
|
Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

9. desember 2019
|
SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

9. desember 2019
|
SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

9. desember 2019
|
Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

8. desember 2019
|
Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

6. desember 2019
|
Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.