flugfréttir

Getur Malaysia Airlines lifað af tvær hörmungar?

22. júlí 2014

|

Frétt skrifuð kl. 19:40

Flugfloti Malaysia Airlines á flugvellinum í Kuala Lumpur

Malasíska flugfélagið Malaysia Airlines berst nú við mjög erfiðar aðstæður eftir að félagið missti aðra farþegaþotu sína fjórum mánuðum eftir að flug MH370 hvarf í mars á dularfullan hátt.

298 manns létust er flug MH17 var skotið niður í Úkraínu og datt andlitið af heimsbygðinni er sú frétt birtist í fjölmiðlum í síðustu viku og ekki er vitað um afdrif þeirra 239 manns sem voru í flugi MH370 en þar sem þeir hafa verið taldir þýðir það að 537 manns hafa týnd lífi um borð í tveimur Boeing 777 vélum félagsins.

Margir hafa spurt sig þeirrar spurningar hvort að Malaysia Airlines muni ná að halda velli eða hvort félagið muni þurfa að leggja árar í bát.

Rekstur Malaysia Airlines hafði gengið erfiðlega áður en flug MH370 hvarf þann 8. mars í vor en eftir hvarfið myndaðist mikil samstaða meðal malasísku þjóðarinnar sem studdi vel við bakið á flugfélaginu.

Margir spurðu sig að því hvort fólk myndi þora að fljúga með Malaysia Airlines eftir að flug MH370 hvarf en m.a.v. hryðjuverkin í síðustu viku þá mátti ekki annað sjá en að félagið var að fylla vélarnar þar sem flug MH17, sem var skotin niður á leið sinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur, var full og varla til eitt laust sæti um borð.

Flugfreyjur Malaysia Airlines

"Ég hef mikla trú á Malaysia Airlines og flýg ennþá með þeim. Það er enn mjög gott flugfélag", segir einn íbúi Kuala Lumpur en þess má geta að Malaysia Airlines er eitt af þeim fimm flugfélögum í heiminum sem er flokkað sem 5 stjörnu flugfélag samkvæmt Skytrax.

Annar íbúi Kuala Lumpur segir að þótt hún væri mjög hrædd við að fljúga með Malaysia Airlines þá myndi hún samt styðja sitt heimaflugfélag.

Sérfræðingar segja að erlendir ferðamenn séu þó ekki á sama máli og fækkaði farþegum með Malaysia Airlines eftir að malasíska vélin hvarf og heldur félagið áfram að tapa 172 milljónum króna á dag.

"Það mun taka langan tíma þar til neikvæða ímyndin á eftir að skolast endanlega í burtu ef hún mun gera það yfir höfuð. Í hreinskilni þá veit ég ekki hvort að félagið eigi eftir að jafna sig og ná sér aftur á spor, segir Mohshin Aziz, flugsérfræðingur hjá Maybank Reserach.

"Útlitið er mjög slæmt og ég tel að það muni ekki ná að halda velli í eitt ár til viðbótar eins og hlutirnir ganga í dag", segir Aziz en félagið hafði eitt miklum fjármunum í að styrkja félagið og gera það samkeppnishæfara við önnur asísk flugfélög á borð við Cathay Pacific og Singapore Airlines en Malaysia Airlines hefur ekki heldur náð að keppa við lágfargjaldafélög á borð við AirAsia.

"Félagið mun aldrei verða aftur eins og það var og ekki eins umsvifamikið", segir Daniel Tsang, ráðgjafi hjá Aspire Aviation í Hong Kong, en hann segir að gjaldþrotameðferð væri besta leiðin fyrir félagið.

Stjórn félagsins reyndi að bæta reksturinn með því að skera niður og auka gæði um borð og þægindi enn frekar en það hefur litlu breytt og hafa skuldirnar hrannast upp áfram.

Eitt sögufrægasta flugfélag heims, Pan Am, varð gjaldþrota árið 1991, þremur árum eftir að júmbó-þota félagsins var sprengd upp yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988. Félagið hafði einnig átt við mikla rekstrarerfiðleika að stríða en sprengjutilræðið dró félagið í svaðið að lokum.

Samt er möguleiki að Malaysia Airlines gæti fengið aftur farþegafjöldann til baka með því að bjóða upp á brunaútsölu á farmiðum. Einnig er möguleiki að malasísk stjórnvöld láti einkavæða félagið og endurreist það undir nýju nafni og merki.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga