flugfréttir

Myndir af flaki flugs AH-5017 í Malí

25. júlí 2014

|

Frétt skrifuð kl. 17:03

Hermenn við flak vélarinnar þar sem hún fórst í við rætur Sahara-eyðimerkurinnar við landamæri Malí og Burkína Fasó

Fyrstu myndirnar hafa borist af flaki alsírsku farþegaþotunnar frá Air Algerie sem fórst í Malí í gær en enginn af þeim 116 manns, sem voru um borð, lifði slysið af.

Helmingur farþeganna, sem voru um borð, voru Frakkar en meðal annars lést 10 manna fjölskylda sem var meðal farþega en vélin fórst nálægt þorpinu Boulikessi, nálægt landamærum Malí og Burkína Fasó.

Fransk-alsírskur námsmaður, sem er rétt undir tvítugu og kallar sig Fares, hafði sett inn myndband á YouTube-vefinn þann 9. júlí þar sem hann fer ekki fögrum orðum um vélina þar sem hann sagði um "gamla og rotna" flugvélar að ræða og var hann hissa að vélin væri að uppfylla þær öryggiskröfur sem settar eru í fluginu en námsmaðurinn hafði flogið með þessari sömu vél frá París til bæjarins Batna í Alsír fyrr í mánuðinum.

"Air Algerie lætur okkur fljúga í flugvél með merkinu þeirra en öll áhöfnin talar spænsku og segir okkur ekki neitt" segir Fares sem var hissa á því að vélin gæti ekið að flugstöðinni eftir lendingu en fram hefur komið að viðhald vélarinnar hafi verið í fullkomnu lagi.

Vélin, sem var af gerðinni McDonnell Douglas MD-83, var smíðuð árið 1996 og afhent ný til egypska flugfélagsins Heliopolis Airlines sem fór á hausinn árið 2004 en vélin hefur einnig flogið fyrir kólumbíska flugfélagið Avianca, því næst var hún notið af Austral Líneas Aéreas og frá árunum 2007 til 2009 flaug hún leikmönnum Real Madrid milli leikja.

Talið er að bilun verði það fyrsta sem verði athugað af rannsóknarnefnd flugslysa þegar rannsókn hefst þótt margt bendi til að veður hafi verið meginorsök slyssins.



Sögðust hafa séð vélina hrapa eftir að hafa orðið fyrir eldingu

Talið er að vélin hafi fallið heil til jarðar en bændur, sem voru á svæðinu og urðu vitni að slysinu, telja sig hafa séð vélina alelda eftir að hún varð fyrir eldingu og hafi hún brotnað í fjölmargar einingar er hún skall til jarðar.

Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra Frakklands, segir að vitað sé um að hryðjuverkahópar séu á því svæði þar sem vélin flaug yfir þar sem herskáir jihadistar, sem tilheyra al-Qaeda hryðjuverkasamtökunum, ráða svæðinu í norðurhluta Malí.

Þrátt fyrir að veður, bilun eða mannleg mistök komi sterklegast til greina sem orsakavaldurinn þá séu hryðjuverk ekki útilokið og verði allt tekið með inn í reikninginn við rannsóknina.











  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga