flugfréttir
MH370: Tölvuþrjótar brutust inn í tölvur hjá rannsóknaraðilum
- Náðu gögnum úr tölvupósthólfum og hörðum diskum frá flugslysasérfræðingum

Yfirvöld í Malaysíu reyna nú í samvinnu við Interpol að komast að því hverjir brutust inn í tölvur hjá rannsóknaraðilum
Stjórnvöld í Malaysíu eru nú að rannsaka tölvuglæp þar sem tölvuþrjótar eru sagðir hafa hakkað sig inn í tölvur sérfræðingar sem hafa unnið að rannsókn á hvarfi malasísku farþegaþotunnar, flug MH370.
Tölvuþrjótarnir eru sagðir hafa komist yfir upplýsingar úr tölvum rannsóknaraðila með því að senda vírus sem var dulbúin
sem frétt um hvarf vélarinnar en gögnin sem þeir komust yfir voru færð yfir á netþjón sem staðsettur er í Kína.
Hakkararnir náðu upplýsingum úr tölvupósti rannsóknaraðila, af harða diski en meðal annars er um að ræða gögn
af fundum og leynileg skjöl er rengist rannsókninni.
Tölvuöryggisdeild Malaysíu, Cybersecurity Malaysia , segir að verið sé að rannsaka málið í samvinnu við Interpol
og reynt verði að komast að því hver standi á bakvið tölvuglæpinn.
Fljótlega eftir að malasíska farþegaþotan hvarf voru malasísk stjórnvöld ásökuð um að halda upplýsingum leyndum
frá umheiminum og voru margir sem grunuðu yfirvöld í Malaysíu um að vera með óhreint mjöl í pokahorninu.
Amirudin Abdul Wahab, framkvæmdarstjóri Cybersecurity Malaysia, segir að yfirvöld hafi gert allar upplýsingar
um hvarf vélarinnar opinberar fyrir almenningi.


5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.