flugfréttir
MH370: Telja að flugstjórinn hafi stýrt vélinni í sjóinn vísvitandi
- Segja að Zaharie hafi tekist "meistaraverk" sitt sem var að láta vélina hverfa
Ewan Wilson og Geoff Taylor telja allt benda til þess að flugstjórinn, Zaharie Ahmad Shah, hafi látið vélina hverfa
Flugslysasérfræðingurinn og atvinnuflugmaðurinn Ewan Wilson er fullviss um að Zaharie Ahmad Shah, flugstjóri malasísku farþegaþotunnar, flug MH370, hafi læst aðstoðarflugmanninn, Fariq Abdul Hamid, úti, látið loftþrýstinginn um borð falla niður með þeim afleiðingum að allir misstu meðvitund og stýrt vélinni vísvítandi í Indlandshafið.
Alltumflug.is greindi frá því þann 15. júní að bókin "Good Night Malaysian 370: The truth behind the loss of Flight 370" væri á leiðinni í búðir en hún er skrifuð af Ewan Wilson og blaðamanninum Geoff Taylor en fjölmiðlar hafa í vikunni fjallað um innihald bókarinnar sem kom út þann 31. júlí sl.
Eftir að hafa notað útilokunaraðferðina er þetta eina útskýringin
Ewan Wilson hefur, sem flugmaður og flugslysasérfræðingur, rannsakað hvarf vélarinnar í fjóra mánuði og
segist hann hafa skoðað allar mögulegar leiðir sem gæti hafa orsakað hið dularfulla hvarf.
Geoff Taylor (til vinstri) og Ewan Wilson (til hægri) með
bókina "Good Night Malaysian 370: The Truth Behind
The Loss of Flight 370"
Með útilokunaraðferðinni segir Wilson að ekkert sé eftir nema sú tilgáta að Zaharie Ahmad Shah flugstjóri hafi látið
loftþrýstinginn falla niður um borð. Þrátt fyrir að súrefnisgrímur hefðu fallið niður þá hefði súrefnið aðeins dugað
fyrir farþeganna í 20 mínútur.
Þeir sem ekki settu á sig grímur og þeir farþegar sem voru sofandi hefðu orðið fyrir súrefnisskorti á nokkrum mínútum
og látist skömmu síðar.
Í bókinni telja Wilson og Taylor að Zaharie flugstjóri hefði komist af með því að nota súrefnisgrímuna sína, sem hefur
lengri birgðir eða með því að þrýstingsjafnað vélina á nýjann leik í þeim tilgangi að forðast ratsjársamband svo
hann gæti látið "meistaraverk" sitt verða að veruleika sem var að láta Boeing 777 hverfa.
Lét vélina sökkva í heilu lagi
Því næst á Zaharie flugstjóri að hafa stýrt vélinni niður í Indlandshafið og lent henni á svipaðan hátt og Sullenberger náði að lenda á Hudson-fljótinu árið 2009 og telja rithöfundarnir að vélin hafi sokkið í heilu lagi niður á hafsbotn sem útskýrir hversvegna ekkert einasta brak hefur fundist.
Rithöfundarnir tveir, Wilson og Taylor, ferðuðust m.a. til Malaysíu vegna gerð bókarinnar þar sem þeir dvöldu í yfir mánuð og tóku viðtöl við yfirvöld, fjölskyldumeðlimi og einnig ræddu þeir við fjölskyldu flugstjórans, Zaharie Ahmad Shah en rithöfundarnir telja að hann hafi átt við geðræn vandamál að stríða,
Rithöfundar bókarinnar telja að Zahaire flugstjóri hafi
lent vélinni á sjónum í Suður-Indlandshafi og látið hana
sökkva í heilu lagi
Rannsóknarnefnd flugslysa í Ástralíu hafði áður komið með skýrslu varðandi hvarf vélarinnar þar sem talið
var að súrefnisskortur um borð væri mjög sennileg útskýring og malasísk stjórnvöld hafa tekið það fram
að Zaharie flugstjóri væri sá aðili sem liggur helst undir grun.
Atburðarrásin sem talin er hafa átt sér stað
Rithöfundarnir telja að Zaharie Ahmad Shah hafi hvatt aðstoðarflugmanninn, Fariq Abdul Hamid, til að leggja sig
40 mínútum eftir flugtak.
Því næst hafi hann læst sig einan inni í stjórnklefanum og kvaddi hann malasísku flugumferðarstjórana
með orðunum "Goodnight, Malaysian 370" áður en hann tók öll fjarskiptatæki úr sambandi og flaug því næst vélinni upp í 39.000 fet og aftengdi jafnþrýstibúnað vélarinnar.
Zaharie hefði ekki getað komið í veg fyrir að súrefnisgrímurnar myndu falla niður og sjálfvirk viðvörun myndi hafa farið í gang
á ensku en Zahaire vissi að farþegarnir hefðu takmarkaðar birgðir af súrefni. Hinsvegar þar sem um næturflug var að ræða
voru flestir sofnaðir eða við það að sofna og ljósin slökkt í farþegarýminu.
Flugliðar um borð hefðu að öllum líkindum reynt að aðstoða farþegana en áhöfnin hefði þurft að setja fyrst
á sig súrefnisgrímur og ringulreið hefði orðið þar sem um borð voru 239 farþegar og fyrir 227 af þeim var enska
ekki þeirra fyrsta tungumál til að skilja sjálfvirku viðvörunina.
"Á þessum tímapunkti hefðu sumir farþegarnir vaknað og verið hálfsofandi að reyna átta sig á ástandinu um borð
og en það hefði verið of seint fyrir marga - Þeir sem ekki náðu að sækja sér súrefnisgrímu misstu því meðvitund
og létust sex mínútum eftir það á meðan aðrir höfðu 12 til 22 mínútur áður en þeir misstu meðvitund", segir í bókinni.
Þar sem vélin var í næturflugi er talið að margir voru ekki að átta sig á ástandinu fyrr en það var orðið of seint
Zaharie flugstjóri á að hafa haft þrjá tíma af súrefni fyrir sig sjálfan sem rithöfundarnir telja það hafa verið nóg fyrir hann til
að klára ætlunarverk sitt.
Wilson og Taylor segja að hann hafi sett stefnuna á Suður-Indlandshaf og látið vélina fljúga á sjálfstýringu þar til eldsneytið
var á þrotum, svifið vélinni eftir það í allt að 150 kílómetra og stýrt vélinni svo meistaralega í sjóinn að engin leið hefði verið fyrir nokkurn mann að finna vélina.
"Flugstjórinn Zaharie Ahmad Shah er sá sem ber ábyrgð á hvarfinu og tókst honum að sanna flughæfni sína með því að sýna fram á að hann
gæti látið farþegaþotu af gerðinni Boeing 777 hverfa sporlaust án þess að hún myndi nokkurn tímann finnast".
"Þetta var hans leið til að kveðja fjölskyldu sína og heiminn með því að segja "reynið bara að finna vélina"".
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.