flugfréttir
MH370: Sérfræðingar hafa greint „harðan hlut“ á hafsbotni
- Frekar líklegra að um jarðmyndun sé að ræða heldur en flakið

Dýptarmynd af hafsbotninum í Suður-Indlandshafi
Sérfræðingar, sem hafa unnið að því að kortleggja hafsbotninn í Suður-Indlandshafi í þeim tilgangi að undirbúa næstu neðansjávarleit að flugi MH370, hafa greint hlut sem virðist ekki vera í samræmi við bergið í sjávarbotninum.
Martin Dolan, yfirmaður rannsóknarnefnd flugslysa í Ástralíu, segir að niðurstöður úr skönnun á tilteknum stað
virðist endurspegla áhugaverðan hlut en þó er engin trygging fyrir því enn að hér sé á ferðinni flak
malasísku farþegaþotunnar og gæti verið um að ræða einhverskonar grjót eða jarðmyndanir.
Sérstakur sónarbúnaður getur greint þéttleika þess efnis sem er á hafsbotni og hversu hart efnið er en ekki
er hægt að greina hvort viðkomandi efni sé málmur úr flugvél eða neðansjávarklettur.
Dolan segir að þrátt fyrir að verulega erfitt sé að gera sér grein fyrir því hvar malasíska farþegaþotan
fór í sjóinn að þá bendi öll gögn til þess að hún hafi farist einhvers staðar á 60 þúsund ferkílómetra svæði
sem er 93 kílómetrar á breidd og 650 kílómetrar á lengd.
"Á einu tilteknu svæði er sjórinn aðeins 600 metra djúpur en svo skyndilega er dýptin orðin 6.000 metrar aðeins lengra", segir
Dolan sem tekur fram að mjög miklar líkur séu á að hluturinn gæti verið klettamyndun eða grjót.
Formleg leit af flugi MH370 hefst núna síðar í þessum mánuði en annað leitarskipið, sem gegnir lykilhlutverki í leitinni, Fugro Discovery, er nú á leið til Ástralíu yfir Indlandshafið frá Suður-Afríku.


5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.