flugfréttir
Yfirmaður lögreglunnar í Indónesíu: „Ég veit hvað varð um flug MH370“

Sutarman, yfirmaður indónesísku lögreglunnar segist hafa fengið að heyra hvað varð um flug MH370
Ríkislögreglustjórinn í Indónesíu segist vita hvað varð um malasísku farþegaþotuna, flug MH370, sem hvarf í mars í vor.
Indónesíski lögreglustjórinn, Sutarman, átti fund með ráðamönnum sl. mánudag ásamt yfirmönnum lögreglunnar þegar
hann sagði „ég veit hvað varð um flug MH370“ en það þykir renna stoðum undir þær kenningar sem hafa verið á kreiki um
að stjórnvöld hafi allan tímann vitað um afdrif vélarinnar en hafi kosið að halda ráðgátunni leyndri.
Sutarman sagði þetta í viðurvist yfirmanna indónesíska lágfargjaldafélagsins Lion Air og æðstu yfirmanna lögreglunnar í Jakarta.

Khalid Abu Bakar, ríkislögreglustjórinn í Malaysíu, ætlar sér að
eiga fund með Sutarman á næstu dögum
Khalid Abu Bakar, ríkislögreglustjórinn í Malaysíu, segir að honum hafi verið brugðið við þessar fregnir en ekki fylgir fréttinni
hvað varð um vélina að sögn Sutarman.
Abu Bakar segir að hann muni hitta Suterman á næstunni til að komast til
botns í þessu og segist undrast að ekki hafi verið tilkynnt um þetta formlega hjá malasísku lögreglunni.
Sagt er að að Sutarman hafi sagt orðrétt: "Ég átti samtal við Tun Mohammed Hanif Omar, hjá lögreglunni í Malaysíu og ég
veit núna hvað varð um malasísku flugvélina" en Mohammed Omar lét af störfum sem ríkislögreglustjóri árið 1994 og tók Khalid Abu Bakar við af honum.



16. janúar 2023
|
Yfirvöld í Nepal hafa lýst því yfir að búið sé að finna bæði flugritann og hljóðritann úr ATR 72-500 flugvélinni frá Yeti Airlines sem brotlenti sl. sunnudagsmorgunn er hún var í aðflugi að Pokhara-

7. desember 2022
|
Tímamót áttu sér stað í vikunni er síðustu júmbó-þotunni var ýtt út úr samsetningarsal Boeing í Everett eftir 54 ára framleiðslu.

2. janúar 2023
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur fest kaup á tíu Boeing 777 þotum en þoturnar voru á leigu og hefur flugfélagið því keypt þær af flugvélaleigufyrirtækinu sem hafði áður reynt að fá þær til baka.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.