flugfréttir
Warren Truss: „MH370 gæti fundist á næstu dögum“
- Önnur lotan í leitinni hefst á sunnudag

Í næstu viku verða 7 mánuðir liðnir frá því flug MH370 hvarf
Warren Truss, samgöngu- og aðstoðarforsetisráðherra Ástralíu, telur að malasíska farþegaþotan, flug MH370, muni koma í leitirnar á allra næstu dögum og þess vegna í næstu viku ef vélin er á hafsbotni í Suður-Indlandshafi.
Í frétt examiner.com kemur fram að Truss hafi sagt að þetta sé ekki spurning um hvar vélin er heldur hvenær hún muni koma
í leitirnar en önnur lotan í leitinni hefst formlega á sunnudag. Talið er að vélina sé að finna á forgangsleitarsvæði sem er í um 1.800 kílómetra fjarlægð vestur af ströndum Ástralíu.
Í frétt inquisitr.com kemur fram að sérfræðingar telja sig loksins hafa góða hugmynd um hvar vélin beygði af leið suður
í Indlandshafi eftir úrvinnslu á gervihnattargögnum er varða símtölin er starfsfólk Malaysia Airlines reyndi að hringja í áhöfnina skömmu eftir að hún hvarf af ratsjá þann 8. mars í vor.
"Fátt mun fara fram hjá okkur í þetta skiptið"

Warren Truss, aðstoðarforsetisráðherra Ástralíu, er vongóður
um að vélin finnist á næstu dögum
Þær niðustöður hafa náð að breyta leitarsvæðinu og þrengt það svæði sem kemur mest til greina en fyrsta skipið, Go Phoenix, verður komið á staðinn nk. sunnudag.
Martin Dolan, yfirmaður samgönguöryggisnefndar Ástralíu (ATSB), segir hinsvegar að varasamt sé að gefa út falskar vonir en tekur
fram að fátt á eftir að fara framhjá þeim leitarbúnaði og sónartækjum sem skipin hafa yfir að ráða í þessari lotu.
"Þegar þau verða komin á staðinn þá verður neðansjávarsónartæki sett ofan í sjóinn og dregin eftir 8 kílómetra langri taug mjög nálægt hafsbotninum.
Búnaðurinn sendir jafnóðum upplýsingar upp í skipin þar sem sérfræðingar fara yfir
þær jafnóðum. Allar upplýsingarnar verða teknar upp og skoðaðar jafnóðum af öðrum hópi þannig það mun ekkert fara
framhjá okkur", segir Dolan.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.