flugfréttir
Telja að MH370 hafi lækkað flugið aflíðandi til vinstri ofan í sjóinn
- Sjö mánuðir frá því að malasíska farþegaþotan hvarf
Gult er forgangsleitarsvæði sem leitarskip munu einblína á næstu mánuðina
Samgönguöryggisnefnd Ástralíu (ATSB) hefur sent frá sér nýja tilkynningu með upplýsingum yfir nýjustu greiningar sem gerðar hefur verið á mögulegri flugleið sem talið er að flug MH370 hafi flogið áður en hún fórst í Suður-Indlandshafi.
Rannsóknaraðilar í Ástralíu tilkynntu í morgun að forgangsleitarsvæðið
muni færast eilítið sunnar þar sem talið er að vélin hafi lækkað flugið í aflíðandi boga áður en hún hrapaði í sjóinn og því mögulega náð að haldast lengur á lofti.
Flugslysasérfræðingar ásamt fleiri rannsóknaraðilum eru sífellt að vinna að því að reikna út nákvæmari flugleið
og setja upp reiknilíkan varðandi fluglag vélarinnar og hvert hún gæti hafa flogið en einu rökstuddu upplýsingarnar
og sönnungargögnin sem eru fyrir hendi eru gervitunglaupplýsingar.
Möguleg stefna MH370 m.a.v. flughæð
Flug MH370 svaraði gervitunglinu Inmarsat-3 sjö sinnum á klukkustunda fresti frá því vélin hvarf af ratsjá en í áttunda skiptið
reyndi fjarskiptabúnaður vélarinnar að skrá sig aftur inn á gervitunglið sjö mínútum síðar og telja sérfræðingar að þar sé
um það augnablik að ræða er eldsneytið var á þrotum.
Aðstæðurnar voru sviðsettar í flughermi hjá Boeing
Reiknilíkön hafa verið gerð og starfsmenn og sérfræðingar hjá Boeing hafa sviðsett aðstæðurnar í Boeing 777 flughermum til að átta sig á aðstæðum en í flughermi stöðvaðist hægri hreyfillinn fyrst áður en vinstri hreyfillinn hætti að snúast en vélin sveif áfram, lækkaði flugið og sveigði aflíðandi til vinstri á leið sinni niður áður en hún fór ofan í hafið.
Í tilkynningunni frá ATSB segir að þegar allar nýjustu greiningar eru bornar saman við útreikninga og reiknilíkön
og sviðsetningu úr flughermi, þá bendi allt til þess að malasíska farþegaþotan hafi farið ofan í sjóinn mjög nálægt
sjöunda hringboganum svokallaða.
7 mánuðir eru í dag frá því að vélin hvarf þann 8. mars í vor á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking en dulin ráðgáta er hvers vegna vélin beygði af leið til vesturs og svo til suðurs en gögn frá gervitunglum benda til þess að vélin flaug í margarg
klukkustundir niður í Suður-Indlandshaf þar til eldsneytið var uppurið.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.